Þjóðmál - 01.06.2013, Page 26
Þjóðmál SUmAR 2013 25
bækur úr bókasafni forsetahjónanna, George
og Mörthu Washington . Umfangið er eðli-
lega allt annað í Bush-safninu sem geymir
meira en 70 milljón blaðsíður af texta skjöl-
um og yfir 400 milljón tölvu póst skeyti .
Hin sameiginlegu forsetabókasöfn í
Banda ríkjunum, sem bandaríska Þjóð-
skjala safnið rekur, á rætur að rekja til árs ins
1939 . Þá gaf Franklin D . Roosevelt (FDR)
al ríkis stjórninni öll skjöl sín og ánafn aði
einnig landskika við Hyde Park í New York
undir fyrirhug að bóka safn tengt nafni sínu .
Hann var raunar for seti til dauðadags 1945
og fylgd ist náið með uppbyggingu safnsins .
Hluti þess var opn aður strax árið 1941 og
hafði að geyma ýmsa gripi og muni sem
tengd ust FDR og störf um hans í opinberri
þágu .
Auk safna FDR og Bush yngra og eru 11
önnur söfn í Hinu sameiginlega forseta-
bóka safnakerfi, en það eru söfn for set anna
Hoovers, Trumans, Eisenhowers, Kennedys,
Johnsons, Nixons, Fords, Carters, Reagans,
Bush eldra og Clintons . Flest þessi söfn
eru á æskustöðvum viðkomandi forseta .
Þau geyma samanlagt yfir 400 milljón
skjöl, um tíu milljónir ljós mynda, yfir
5 .000 kílómetra af hreyfimynd um, um
100 .000 klukkustundir af hljóðupp tök-
um og myndböndum og um hálfa milljón
safnmuna og -gripa af ýmsu tagi .
Washington-safnið er utan Hinna sam-
eigin legu forsetabókasafna rétt eins og
bóka söfn sjö annarra forseta sem gegndu
embætti fyrir 1929, svo sem Quincy Adams,
Lincolns, Grants og Wilsons .
Teikning af Washington-bókasafninu í Mount Vernon sem opnað verður síðar á árinu og ber heitið „Fred W .
Smith National Library for the Study of George Washington“ .