Þjóðmál - 01.06.2013, Page 31

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 31
30 Þjóðmál SUmAR 2013 dýrara í svona kerfi heldur en ella væri fyrir meginþorra fólks . Svo má ekki gleyma að vaxtabótakerfi af þessu tagi hvetur til skuldsetningar . Pétur er séður maður og kýs að eiga minna í íbúðinni sinni þar sem vextir af íbúðarláninu eru niðurgreiddir . Páll er hins vegar varfærinn og kaupir sér minni íbúð en áttar sig ekki á að þar sem hann skuldar ekki nóg fær hann ekki notið sömu framlaga úr sameiginlegum sjóðum og Pétur þrátt fyrir að hafa borgað jafnháa skatta og hann . Fyrir flest skynsamlega þenkjandi fólk heitir þetta mismunun; hjá öðrum kallast þetta jöfnuður . Húsaleigubætur Húsaleigubætur eru brenndar sama marki . Pétur leigir Páli íbúð á 100 .000 krónur á mánuði . Páll þarf hins vegar ekki að greiða alla þá upphæð sjálfur því hann fær húsaleigubætur frá ríkinu upp á 30 .000 krónur . Við blasir að ef ekki væri vegna húsaleigubóta kæmist Pétur ekki upp með að rukka Pál um 100 .000 . Hugsanlega myndi markaðsverð enda í 70 .000 . Hér gerum við einfaldlega ráð fyrir að ekki sé búið að afsanna lögmálið um framboð og eftirspurn þannig að Pétur reynir að sjálfsögðu að leigja Páli íbúðina á eins háu verði og hann ræður við að greiða . Ef leigjendur eru ekki tilbúnir að borga meira að jafnaði fyrir sams konar íbúð og Páll leigir þýðir lítið fyrir Pétur að skrúfa verðið up í 100 .000 nema hann viti af 30 .000 króna viðbótarframlagi annars staðar frá . En setjum sem svo að leiguverð yrði 80 .000 krónur fyrir svona íbúð ef engar væru leigubæturnar . Væri Páll þá ekki betur settur með rétt til húsaleigubóta? Ef horft er á málið frá þröngu sjónarhorni má segja að svo væri . Páll greiddi þá 10 .000 krónum minna hvern mánuð fyrir íbúðina . En hvað gerist á móti? Jú, Pétur, leigusalinn, fær í vasann 20 .000 krónur um hver mánaða- mót, gefins frá alþýðu landsins gegnum skattkerfið . Páll er hluti af þessari alþýðu og borgar með sköttum sínum hluta af þessum 20 .000 krónum alla starfsævina auk hluta af annarra manna húsaleigubótum, þannig að þegar upp er staðið borgar hann í raun þessar bætur sjálfur meira eða minna . Það eina sem gerist í raun er að peningar Páls eru teknir úr öðrum vasa hans og settir í hinn . Þá þekkja margir að flestir þeirra sem þiggja bætur af þessu tagi þurfa þeirra í raun ekki með því þeir eru aflögufærir um ýmislegt sem telst ekki til lífsnauðsynja, t .d . bíl og smartsíma . Bætur, sem ættu að vera hugsaðar til að tryggja að fólk hafi húsa- skjól, reynast því oft það ríflegar að afgangur er fyrir hlutum sem fólk getur vel verið án, a .m .k . um tíma . Vitaskuld er miklu eðlilegra V axtabótakerfi af þessu tagi hvetur til skuldsetningar . Pétur er séður maður og kýs að eiga minna í íbúðinni sinni þar sem vextir af íbúðarláninu eru niðurgreiddir . Páll er hins vegar varfærinn og kaupir sér minni íbúð en áttar sig ekki á að þar sem hann skuldar ekki nóg fær hann ekki notið sömu framlaga úr sameiginlegum sjóðum og Pétur þrátt fyrir að hafa borgað jafnháa skatta og hann . Fyrir flest skynsamlega þenkjandi fólk heitir þetta mismunun; hjá öðrum kallast þetta jöfnuður .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.