Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 32
Þjóðmál SUmAR 2013 31
að slíkar bætur bjóðist einungis þeim sem
eru fjárhagslega í alvarlegum vandræðum
en dreifa þeim ekki út og suður til frískra
og vinnufærra einstaklinga sem eru fullfærir
á eigin vegum .
Tannlæknakostnaður
Næsta dæmi, sem ég vil nefna um sóun verðmæta innan velferðarkerfisins,
er nýjasta útspil síðustu ríkisstjórnar, að
niðurgreiða að fullu tannlækningar allra
undir 18 ára aldri . Hver getur verið á móti
því? Er ekki allra hagur að tannlækningar
unga fólksins séu ókeypis? Lítum nánar á
spurningar sem þessar .
Þegar sagt er að tannlækningar séu
ókeypis þá er um sjónhverfingu að ræða .
Þorri fólks borgar fullt verð með sköttum
sínum og gott betur . Blekkingin felst í því
að þar sem kostnaðinum er dreift á tugi
starfsára í gegnum skattkerfið er upphæðin
svo lág um hver mánaðamót að fólk finnur
ekki fyrir henni . Hins vegar, ef þessar litlu
upphæðir væru lagðar saman yfir heila
starfsævi kæmi út há tala, sem að öllum
líkindum væri hærri en samanlögð upphæð
vegna tannlækninga barna og unglinga
ef borgað væri milliliðalaust . Ástæðan er
m .a . sú að ríkið þarf í mörgum tilfellum
að taka lán til að standa undir þessum
gríðarlegu niðurgreiðslum þannig að auk
beins kostnaðar vegna tannviðgerða þessa
hóps leggst á umtalsverður vaxtakostnaður .
Ef fólk borgar milliliðalaust, staðgreiðir fólk
jafnan og losnar því við vaxtakostnaðinn .
En hvernig á þá að ná niður kostnaði
vegna tannviðgerða ungmenna? Með sama
hætti og gildir um önnur svið, þ .e . auka
frelsi og samkeppni . Enn þann dag í dag eru
viðhafðar fjöldatakmarkanir þegar kemur
að möguleikum stúdenta til að hefja nám
í tannlækningum . Aðeins einn háskóli, HÍ,
býður upp á nám í tannlækningum hér á
landi og tekur einungis nokkra inn í deild-
ina að loknu inntökuprófi . Mun fleiri sækja
um en fá inngöngu . Aðeins þeir allra efstu
á inntökuprófinu fá að hefja nám, jafnvel
þótt margir hinna hafi staðist allar eðlilegar
kröfur fyrir slíkt nám . Að minnsta kosti er
ljóst að fjöldi tannlækna hér á landi væri
margfalt meiri ef þeirri gervihindrun, sem
þessi próf eru, væri rutt úr vegi . Þar með
væri samkeppni tannlækna mun meiri,
þjónusta þeirra myndi batna og síðast en
ekki síst verð myndi verð á þjónustu þeirra
lækka til muna .
Þá hefur margoft komið fram, m .a . hjá
formanni Tannlæknafélags Íslands, að tann-
skemmdir má í flestum tilfellum fyrir byggja .
Ef tannhirða er góð og neyslu sælgætis og
gosdrykkja stillt í hóf, þá eru takmarkaðar
líkur á að fá tannskemmdir, a .m .k . af því
tagi sem verða íþyngjandi vegna kostnaðar .
Augljóst er að þótt tannskemmdir einar og
sér ýti við fólki til að hugsa vel um tennur
sínar þá hefur kostnaður vegna hugsanlegra
J ú, Pétur, leigusalinn, fær í vasann 20 .000 krónur um hver
mánaðamót, gefins frá alþýðu
landsins gegnum skattkerfið . Páll
er hluti af þessari alþýðu og borgar
með sköttum sínum hluta af þessum
20 .000 krónum alla starfsævina
auk hluta af annarra manna
húsaleigubótum, þannig að þegar
upp er staðið borgar hann í raun
þessar bætur sjálfur meira og minna .
Það eina sem gerist í raun er að
peningar Páls eru teknir úr öðrum
vasa hans og settir í hinn .