Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 37
36 Þjóðmál SUmAR 2013
að nota mætti það sem afsökun fyrir slíku
ofbeldi, reyndar ofbeldi af ýmissi gerð .
Athugið að kommúnistar trúðu hverju
orði sem þeir félagar sögðu, í komma-
kreðsum var hægt að sigra í rökræðu
með tilvitnunum í þá félaga . Tilvitnanir
trompuðu alla rökhugsun .
Alla vega virðast þeir hafa talið smáþjóðir
með „rangar skoðanir“ lítils virði . Best sé
að þær verði gleyptar af öðrum þjóðum .
Sömum í Norður-Skandinavíu væri fyrir
bestu að taka upp tungumál Norðmanna
og Svía og renna inn í skandinavískar
þjóðarheildir .
Engels hæðist að hugmyndinni um
bræðra lag og sjálfsákvörðunarrétt þjóða . Í
henni sé ekki tekið tillit til þess að þjóðir
séu á mis mun andi þróunarstigum . Fram-
fara s inn aðar stór þjóðir eigi einar tilverurétt,
þjóðir á borð við Frakka, Breta, Þjóðverja,
Pólverja og Ungverja .
Engels gerir stríð Dana við norður-
þýsku ríkin árið 1848 að umfjöllunarefni
en Þjóðverjar tóku þá Slésvík-Holstein af
Dönum . Hann stendur með Þjóðverjum,
þeir taki Slésvík-Holstein með sama rétti
og Frakkar hafi tekið hin þýskumælandi
Lothringen og Elsass og muni taka Belgíu .
Sá réttur sé réttur siðmenningar gegn
villimennsku, framfara gegn stöðugleika .
Þótt samningar sem gerðir hafi verið kunni
að sýna að Danir hafi á réttu að standa þá
skipti það engu, rétturinn sem um ræðir
skiptir öllu því að hann er réttur hinnar
sögulegu þróunar .5
Sem sagt, máttur er réttur í huga Engels .
Hafi Stalín þurft á marxískri réttlætingu á
innlimun Eystrasaltsríkjanna að halda hefði
hann getað vitnað í þessa grein . Kannski
að hann hafi lesið hana og lestur inn sann-
fært hann um að slíkir landvinn ingar væru
réttlætanlegir .
Kannski það hafi verið vegna áhrifa
frá Marx og Engels að Stalín samsamaði
sig Rússum þótt Georgíumaður væri .6
Þeim félögum var vissulega illa við Rússa
sem þeir töldu afturhaldsþjóð . En Stalín
kann að hafa sagt að Rússar hafi breyst til
batnaðar, þeir séu nú (u .þ .b . 1939) orðnir
framfarasinnaðasta þjóðin og hafi því rétt til
að gleypa smáþjóðir .
Stundum tala þeir Marx og Engels
nánast í nasistatóni . Marx segir árið 1853
í blaðagrein á að sérhver stétt og kynþáttur,
sem sé of veikburða til að aðlagast nýjum
lífsskilyrðum, hljóti að bíða lægri hlut í
lífsbaráttunni .7 En gott og vel, hann segir
ekki að þeim beri útrýma .
Engels gegn slövum
og Ungverjum
Marx og (sérstaklega) Engels virðist hafa verið einkar uppsigað við ýmsar
slavneskar smáþjóðir . Þetta kemur fram í
vægast sagt ógeðfelldri grein eftir Engels þar
sem hann fordæmir pan-slavismann, þ .e .
drauminn um sameiginlegt ríki slavneskrar
þjóða .8 Hann segir að það hafi ekki verið
neinn glæpur þegar Þjóðverjar og Ungverj-
ar lögðu slavneskar smáþjóðir undir sig,
þvert á móti hafi það verið í anda sögulegrar
þróunar . Enda fái menn engu áorkað nema
með ofbeldi og harðsoðnu tillitsleysi .9
Þrenningin vanhelga — Lenín, Stalín og
S em sagt, máttur er rétturí huga Engels . Hafi Stalín
þurft á marxískri réttlætingu
á innlimun Eystrasaltsríkjanna
að halda þá hefði hann getað
vitnað í þessa grein . Kannski að
hann hafi lesið hana og lesturinn
sannfært hann um að slíkir
landvinningar væru
réttlætanlegir .