Þjóðmál - 01.06.2013, Page 38

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 38
 Þjóðmál SUmAR 2013 37 Stytta af samverkamönnunum illræmdu, Marx og Engels, í Marx-Engels-Forum-garðinum í Berlín . Garðurinn var gerður af yfirvöldum í Austur-Þýskalandi fáum árum áður en Múrinn hrundi . Maó — hefur efalaust verið sammála Engels um ágæti ofbeldis og tillitsleysis . Hún hefur örugglega talið ógnarstjórnina í frönsku bylt- ingunni árið 1793 réttlætanlega en Engels gefur í skyn að hún sé til fyrir myndar .10 Þrenningin kann að hafa verið undir beinum áhrifum frá því sem Marx og Engels segja árið 1850 í „Ávarpi til mið- stjórnar Kommúnistabandalagsins“ . Þeir virðast hafa talið verkalýðsbyltingu á næsta leiti og vilja ráða byltingarmönnum heilt . Verkalýðurinn verður að neyða „lýðræðis- sinnana til að breyta í samræmi við frasa sína um hryðjuverk“ („the democrats to carry out their terrorist phrases“) . Les: Hryðjuverk eru hið besta mál . Áfram segja þeir félagar: „Verkalýðs flokk- urinn á alls ekki að andæfa því sem sumum finnast vera yfirdrifnar hefndarráðstafanir gegn hötuðum einstaklingum og opin ber- um byggingum sem tengjast hatursfull um minningum . Verkalýðsflokkurinn á ekki bara að þola slíkar aðgerðir heldur á hann líka að beina þeim í ákveðinn farveg .“11 Getur slíkur hugsunarháttur leitt til neins annars en ógnarstjórnar og alræðis? Engels segir sjálfur að þegar hann hafi kynnt frönsk- um sósíalista hugmyndir sínar hafi Frakk- inn sagt við sig: „Þér hafið tilhneigingu til despótisma .“12 Hvað um það, Engels segir jafn vitlaust að fordæma Þjóðverja og Ungverja eins og að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.