Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 39
38 Þjóðmál SUmAR 2013
fordæma Bandaríkin (BNA) fyrir að leggja
Kaliforn íu undir sig, taka hana frá hinum
lötu Mexíkóbúum .13 Stríð BNA gegn
Mexíkó hafi verið stríð siðmenningarinnar
gegn villimennskunni . Bandaríkjamenn
stuðli með mikilli atorku að uppbyggingu
Kaliforníu . Þeir valdi því nú að heims-
verslunin taki nýja stefnu, verði enn hnatt-
rænni (les: hnattvæðingin er góð, fyrir hana
má öllu fórna) .
Hefðu slavnesku smáþjóðirnar einhvern
tíma á kúgunarskeiði sínu hafið nýja bylt-
ingarsögu þá hefðu þær með því sýnt
lífshæfni sína . Þá hefðu byltingarsinnar átt
að styðja slavana gegn Þjóðverjum og Ung-
verjum . En slavarnir hefðu tekið aðra og
ranga stefnu, stutt gagnbyltinguna . Vegna
þess sé rétt að styðja Þjóðverja og Ungverja
gegn slövunum .
Ekki nóg með það, ekki sé hægt að
tryggja sigur byltingarinnar nema með
harðákveðnum terrorisma gegn þessum
slavnesku þjóðum .14 Baráttan gegn þeim
verði að vera gjöreyðingarbarátta sem ein-
kenn ast skuli af tillitslausum terrorisma,
ekki Þýskalands vegna, heldur vegna bylt-
ingarinnar .15
Engels leggur þunga áherslu á að þeir Marx
séu ekki haldnir þjóðernisfordómum . Þeir
hafi löngum fordæmt þjóðernislega þröng-
sýni Þjóðverja og telji pan-germanismann
jafn vitlausan og pan-slavismann . Þeir hafi
viðurkennt rétt hinna miklu sögulegu þjóða
Evrópu, Frakka og Englendinga, gegn hinum
vanþróuðu Þjóðverjum, samanber það að
Engels taldi Frakka í rétti er þeir lögðu hin
þýskumælandi héruð Elsass og Lothringen
undir sig .16 Þess vegna styðji þeir ekki sveim -
huga pan-slavista gegn Þjóðverjum og Ung-
verjum .
Áður fyrr hafi Þjóðverjar verið leiguþý
afturhaldsins, nú séu slavar það, að Pólverj-
um undanskildum .
Engels fær ekki nógsamlega lofað hina
uppreisnargjörnu Pólverja .17 Annað hljóð
kemur í strokkinn þegar um aðrar slavnesk-
ar þjóðir er að ræða, svik þeirra við bylting-
una verði að hefna fyrir á þeim með blóðug-
um hætti .18 Kannski að Stalín hafi lesið
þessa grein og hún orðið honum innblástur
til að refsa heilu þjóðunum einungis vegna
þess að einstaklingar af þeirra bergi brotnir
höfðu unnið með nasistum .19
Ég sagði áðan að Marx og Engels hefði
verið illa við ýmsar slavneskar smáþjóðir en
stærðin kom því lítið við, þeim var kannski
verr við Rússa en aðrar slavneskar þjóðir .
Marx er sagður hafa vantreyst Rússum og
talið þá stefna að heimsyfirráðum .20 Enda
bældu Rússar niður uppreisnartilraunir
Pólverja og tóku þátt í að bæla uppreisn
Ungverja niður . Samt segja Marx og Engels
að Rússar mættu þó eiga að þeir hefðu
stuðlað að framförum í Asíu og ættu því
sjálfstæði skilið .21
E ngels segir jafn vitlaustað fordæma Þjóðverja og
Ungverja eins og að fordæma
Bandaríkin fyrir að leggja
Kaliforn íu undir sig, taka hana
frá hinum lötu Mexíkóbúum .
Stríð Bandaríkjanna gegn Mexíkó
hafi verið stríð siðmenningarinnar
gegn villimennskunni . Banda-
ríkjamenn stuðli með mikilli
atorku að uppbyggingu
Kaliforníu . Þeir valdi því nú
að heims verslunin taki nýja
stefnu, verði enn hnatt rænni
(les: hnattvæðingin er góð, fyrir
hana má öllu fórna) .