Þjóðmál - 01.06.2013, Side 41

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 41
40 Þjóðmál SUmAR 2013 burði sumra þjóða yfir aðrar hafi verið firna- algengar á þessum árum, Marx og Engels hafi verið börn síns tíma .31 Norman Levine segir að þeir hafi báðir verið þjóðernissinnar en rökstyður ekki þá staðhæfingu .32 Ólíkt Marx hafi Engels verið „etnósentrískur“ þýskur þjóðernissinni sem hafi haft ímugust á slövum .33 Gagnstætt Sørensen og Levine tel ég ekki rétt að kenna þá félaga við þjóðernisstefnu . Það skín í gegn að þeir meta þjóðir eftir bylt- ingar hug og framfarahyggju sem þær sýni í reynd, ekki vegna meðfæddra eiginleika . Ég nefndi áðan að Engels hefði lagt áherslu á að þeir væru ekki Þýskalandssinnaðir . Því til áréttingar má nefna að þeir hæðast að þjóðernissinnuðum þýskum sósíalistum í Kommúnistaávarpinu .34 Enn fremur hvatti Marx Frakka til að berjast gegn Þjóðverjum eftir að hinir síðastefndu höfðu lagt stóran hluta Frakklands undir sig í stríðinu 1870 .35 Það fylgir sögunni að Schwarzschild hamast við að sanna að Marx hafi samsamað sig Prússum, fyrirlitið verkamenn og ætlað að nota þá til að koma á prússnesku stjórn- ar fari þar sem Marx sjálfur væri yfir drottn- ari . Allt hjal Marx um að ríkið muni hverfa eftir að sósíalisminn hefði fest sig í sessi hefði verið yfirvarp eitt . Marx hafi stefnt að ríkisalræði . Þessi kenning er vægast sagt langsótt og ekki vel rökstudd enda leggur Schwarzs child áherslu á að gera Marx að alls- herjar skúrki og skýtur stundum yfir markið . Einu rökin, sem ég hef fundið hjá honum, eru þau að Marx og Engels hafi einhvern tímann kallað verkamenn „skríl“ (en þeir jusu jú fúkyrðum yfir alla) . Einnig að þeir segja í Kommúnistaávarpinu að stofna beri iðnaðarheri í sósíalísku skipulagi .36 En eins og áður segir staðhæfa Marx og Engels í sama riti að í sósíalismanum verði frjáls þróun einstaklinga forsenda frjálsrar þróunar heildarinnar . Hvað Prússa varðar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.