Þjóðmál - 01.06.2013, Page 42
Þjóðmál SUmAR 2013 41
þá settu þeir aldrei iðnaðarheri á laggirnar .
Í ofanálag grefur Schwarzschild undan
eigin rökfærslu með því að segja að Marx
hafi hvatt Frakka til að berjast gegn þýska
hernum árið 1870 . Sá her var að mestum
hluta prússneskur . Svo virðist sem Marx
hafi talið að sósíalisminn yrði/ætti að verða
eins og parísarkommúnan . Skipulag hennar
var með þeim hætti að samvinnufélög
verka manna lögðu undir sig stóran hluta af
efna hags lífinu . Forystusauðir kommúnunn-
ar vildu breyta öllu samfélaginu í laus-
tengt banda lag lýð ræðislegra sveitarfélaga
(komm úna) . Kjós endur áttu að geta aftur-
kallað umboð sérhvers kjörins fulltrúa ef
hann stóð sig ekki í stykkinu . Hann átti að
fylgja nákvæmum leiðbeiningum kjósenda .
Þetta þótti Marx mjög til fyrirmyndar
en vart var þetta skipulag í prússneskum
anda .37 Kannski að Marx hafi með þessu
lýðræðishjali reynt að kasta glýju í augu
fólks en um það getum við lítið vitað .
Spurningin er miklu fremur hvort hægt sé
að framkvæma slíkar hugsjónir .38
Nefna má að pólski heimspekingurinn
Leszek Kolakowski segir að Marx hafi talið
hina prússneska hernaðarhyggju og junkara-
veldi þránd í götu framfara .39 Kolak owski
er einn frægasti gagnrýnandi marxismans,
mun málefnalegri en Schwarzschild .
Hvað um það, þótt Marx og Engels verði
seint sakaðir um þjóðrembu þá má segja að
tilhneiging þeirra til að tala um þjóðir eins
og lifandi verur séu í anda þjóðrembu af
verstu gerð .
Marx um gyðingdóm
og trúarbrögð
Sumir telja að grein Marx um gyð-ingavandann frá 1844 sýni að Marx hafi
verið gyðingahatari .40 En ég tel það byggja á
yfirborðslegum lestri á greininni .
Í henni gagnrýnir Marx Bruno nokkurn
Bauer fyrir að halda því fram að gyðingar
geti aðeins öðlast full borgararéttindi ef
þeir losi sig við gyðingdóminn . En Marx
telur að menn geti ekki öðlast almennilega
frelsun nema þeir losi sig við kapítalismann .
Borgararéttindi í kapítalísku samfélagi nægi
ekki til að ljá mönnum raunfrelsi . Frelsi í
kapítalísku samfélagi væri ekkert annað en
frelsi hins eigingjarna til að halda sig frá
öðrum mönnum . Marx gefur í skyn að hið
sanna frelsi sé e .k . samfrelsi .41
Trúarbrögð séu afsprengi samfélagsins, í
raun réttri sé gyðingdómurinn ekkert annað
en afurð þeirrar peningahyggju sem ein-
kenni kapítalismann . Gyðingar geti aðeins
öðlast frelsun (þý . Emanzipation) verði
heimur inn frelsaður frá gyðingdómi (les:
peninga hyggjunni og þar með kapítalism-
anum) .42 Glannalega að orði komist en vart
í anda eiginlegs gyðingahaturs . Marx vill jú
stuðla að frelsun gyðinga, frelsun heimsins
S umir telja að grein Marx um gyð ingavandann frá
1844 sýni að Marx hafi verið
gyðingahatari .40 En ég tel það
byggja á yfirborðslegum lestri
á greininni . . . [Marx segir að] í
raun réttri sé gyðingdómurinn
ekkert annað en afurð þeirrar pen-
ingahyggju sem ein kenni kapítal-
ismann . Gyðingar geti aðeins öðlast
frelsun (þý . Emanzipation) verði
heimur inn frelsaður frá gyðingdómi
(les: peninga hyggjunni og þar með
kapítalism anum) . Glannalega að
orði komist en vart í anda eiginlegs
gyðingahaturs .