Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 42
 Þjóðmál SUmAR 2013 41 þá settu þeir aldrei iðnaðarheri á laggirnar . Í ofanálag grefur Schwarzschild undan eigin rökfærslu með því að segja að Marx hafi hvatt Frakka til að berjast gegn þýska hernum árið 1870 . Sá her var að mestum hluta prússneskur . Svo virðist sem Marx hafi talið að sósíalisminn yrði/ætti að verða eins og parísarkommúnan . Skipulag hennar var með þeim hætti að samvinnufélög verka manna lögðu undir sig stóran hluta af efna hags lífinu . Forystusauðir kommúnunn- ar vildu breyta öllu samfélaginu í laus- tengt banda lag lýð ræðislegra sveitarfélaga (komm úna) . Kjós endur áttu að geta aftur- kallað umboð sérhvers kjörins fulltrúa ef hann stóð sig ekki í stykkinu . Hann átti að fylgja nákvæmum leiðbeiningum kjósenda . Þetta þótti Marx mjög til fyrirmyndar en vart var þetta skipulag í prússneskum anda .37 Kannski að Marx hafi með þessu lýðræðishjali reynt að kasta glýju í augu fólks en um það getum við lítið vitað . Spurningin er miklu fremur hvort hægt sé að framkvæma slíkar hugsjónir .38 Nefna má að pólski heimspekingurinn Leszek Kolakowski segir að Marx hafi talið hina prússneska hernaðarhyggju og junkara- veldi þránd í götu framfara .39 Kolak owski er einn frægasti gagnrýnandi marxismans, mun málefnalegri en Schwarzschild . Hvað um það, þótt Marx og Engels verði seint sakaðir um þjóðrembu þá má segja að tilhneiging þeirra til að tala um þjóðir eins og lifandi verur séu í anda þjóðrembu af verstu gerð . Marx um gyðingdóm og trúarbrögð Sumir telja að grein Marx um gyð-ingavandann frá 1844 sýni að Marx hafi verið gyðingahatari .40 En ég tel það byggja á yfirborðslegum lestri á greininni . Í henni gagnrýnir Marx Bruno nokkurn Bauer fyrir að halda því fram að gyðingar geti aðeins öðlast full borgararéttindi ef þeir losi sig við gyðingdóminn . En Marx telur að menn geti ekki öðlast almennilega frelsun nema þeir losi sig við kapítalismann . Borgararéttindi í kapítalísku samfélagi nægi ekki til að ljá mönnum raunfrelsi . Frelsi í kapítalísku samfélagi væri ekkert annað en frelsi hins eigingjarna til að halda sig frá öðrum mönnum . Marx gefur í skyn að hið sanna frelsi sé e .k . samfrelsi .41 Trúarbrögð séu afsprengi samfélagsins, í raun réttri sé gyðingdómurinn ekkert annað en afurð þeirrar peningahyggju sem ein- kenni kapítalismann . Gyðingar geti aðeins öðlast frelsun (þý . Emanzipation) verði heimur inn frelsaður frá gyðingdómi (les: peninga hyggjunni og þar með kapítalism- anum) .42 Glannalega að orði komist en vart í anda eiginlegs gyðingahaturs . Marx vill jú stuðla að frelsun gyðinga, frelsun heimsins S umir telja að grein Marx um gyð ingavandann frá 1844 sýni að Marx hafi verið gyðingahatari .40 En ég tel það byggja á yfirborðslegum lestri á greininni . . . [Marx segir að] í raun réttri sé gyðingdómurinn ekkert annað en afurð þeirrar pen- ingahyggju sem ein kenni kapítal- ismann . Gyðingar geti aðeins öðlast frelsun (þý . Emanzipation) verði heimur inn frelsaður frá gyðingdómi (les: peninga hyggjunni og þar með kapítalism anum) . Glannalega að orði komist en vart í anda eiginlegs gyðingahaturs .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.