Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 44
Þjóðmál SUmAR 2013 43
bréfi frá 1890 . Hann segir það hina mestu
firru að gyðingar séu upp til hópa stór-
kapítal istar, margir þeirra séu öreigar . Þess
utan sé enginn af ríkustu mönnum BNA
gyðingur, það sýni að auðstéttin sé ekki
endi lega gyðingleg . Auk þess sé margt
úrvals manna af kyni gyðinga, nægi að nefna
skáldið Heinrich Heine og sjálfan Karl
Marx .54
Alþjóðaremba marxismans
Hvað sem öðru líður voru þeir félagar Marx og Engels alþjóðarembungar
fram í fingurgóma . Það kemur m .a . fram
í því hvernig Engels beitir hnatt væð-
ingar rökum til að verja yfirtöku BNA á
Kaliforníu .
Kolakowski sagði réttilega að það liggi
nánast innibyggt í kennikerfi marxismans
að þjóðir eigi sér ekki raunverulega tilvist,
aðeins stéttir (svo lengi sem stéttasam-
félagið væri við lýði) . Þetta hafi marxistinn
Rosa Luxemburg skilið þótt Marx og
Engels hafi talað eins og þjóðir væru til
og þannig ekki verið fyllilega samkvæmir
sjálfum sér .55
Í Kommúnistaávarpinu segir að verka-
menn eigi sér ekkert föðurland .56 Staðhæf-
ing þessi verður að teljast í anda alþjóða-
hyggju, jafnvel alþjóðarembu .
Erfitt er að skilja Ávarpið og önnur
meginrit þeirra félaga öðru vísi en svo að
þjóðir (og trúarhópar) muni hverfa þegar
sósíalisminn sigri á heimsvísu: „Öreigar
allra landa sameinist!“57
Ekki mjög þjóðernisleg herhvöt, her-
hvöt sem hafði ansi miklu meiri áhrif en
æsingaskrif Marx og Engels um slava í lítt
þekktum þýskum dagblöðum . Ég held
að þeir hafi talið að sigur byltingar- og
framfarasinnaðra stórþjóða yfir afturhalds-
sömum smáþjóðum væri ekkert annað en
áfangi á leið til hins hnattræna, þjóðvana
sósíalisma . Öllu væri fórnandi fyrir
hinn alþjóðlega sósíalisma, þar á meðal
heilu þjóðunum . Þeim má fórna á altari
alþjóðarembunnar .
Marx og Engels staðhæfðu, Stalín fram-
kvæmdi . Eða hvað?
Tilvísanir
1 Þetta er útúrsnúningur út úr frægri tilvitnun í
heimspekinginn Hegel, „hið raunverulega er hið
skynsamlega og hið skynsamlega hið raunverulega“ .
2 Stefán Snævarr (2011): „Marx í boði banka . Um
Kommúnistaávarpið“, Skírnir, haust, bls . 397–422 .
3 Sørensen (2011): Drømmen om det fullkomne samfunn.
Oslo: Aschehoug .
4 Schwarzschild (1986): The Red Prussian. London:
Pickwick Books (kom fyrst út árið 1948) .
5 Engels, „Der dänisch-preußische Waffenstillstand“, Neue
Erfitt er að skilja Kommúnistaávarpið og önnur meginrit
Marx og Engels öðru vísi en svo að
þjóðir (og trúarhópar) muni hverfa
þegar sósíalisminn sigri á heimsvísu:
„Öreigar allra landa sameinist!“
Ekki mjög þjóðernisleg herhvöt,
her hvöt sem hafði ansi miklu
meiri áhrif en æsingaskrif Marx
og Engels um slava í lítt þekktum
þýskum dagblöðum . Ég held að
þeir hafi talið að sigur byltingar-
og framfarasinnaðra stórþjóða yfir
afturhalds sömum smáþjóðum væri
ekkert annað en áfangi á leið til hins
hnattræna, þjóðvana sósíalisma .
Öllu væri fórnandi fyrir hinn
alþjóðlega sósíalisma, þar á meðal
heilu þjóðunum . Þeim má fórna á
altari alþjóðarembunnar .