Þjóðmál - 01.06.2013, Side 48
Þjóðmál SUmAR 2013 47
öskuhaugana . Það mun taka tíma að líma
þau saman svo einhver mynd verði á .
En öll él birtir um síðir . Nýafstaðnar kosn ingar skiluðu okkur von um
bjart ari fram tíð . Formenn flokkanna sem
mest báru úr býtum eru af öðru sauðahúsi
en gömlu jálkarnir sem nú hverfa af valda-
stólunum . Þeir eru ekki bara yngri og betur
menntaðir, heldur, að ungra manna sið,
líta þeir ekki á verkefnin sem tækifæri til
hefnda . Fyrir þeim eru verkefnin áskorun
til að takast á við; sigrast á vandamálunum
og snúa sér síðan að því næsta . Þeir eru
lausir við fortíðarbaggana sem hvíldu svo
þungt á herðum forvera þeirra og hrunið
hefur ekki dregið úr þeim kjarkinn . Þessir
ungu menn eru af sömu kynslóð og unga
fólkið okkar sem er að gera það gott úti um
allan heim, fullt af sjálfstrausti sem hagsæld
áranna fyrir hrun blés þeim í brjóst . Sér
við hlið hafa þeir karla og konur af sama
upplagi . Kalli þjóðarinnar á nýtt fólk hefur
verið svarað . Framtíðin er hér .
Að nýir tímar væru gengnir í garð var sýnilegt strax frá byrjun . Það var góð
hugmynd hjá Sigmundi Davíð að kæla
málið eftir að forsetinn fékk honum stjórn-
ar myndunarumboðið í hendur . Það tók
fjölmiðla nokkurn tíma að átta sig á hvað
væri á seiði en að endingu kviknaði ljós á
perunni . Hið óhugsandi hafði gerst . Slökkt
hafði verið á flóðljósum fjölmiðlanna . Allar
tilraunir til að tendra þau aftur enduðu
sem vöfflusoppa á þeirra eigin fési . Fyrir
bragðið höfðu spunavélar taparanna engan
þráð að spinna og ró færðist yfir þjóðlífið
sem orðið var langþreytt á látunum .
En þótt stjórnarmyndunarviðræðurn ar hafi farið fram í kyrrþey stendur tím-
inn ekki í stað . Kannski sem betur fer því
ekki er hættandi á að ögra geðheilsu heillar
þjóð ar, sem lifað hefur á hnífsegginni frá
hruni, með þögninni einni . Útkoma skýrslu
svo kall aðs Samráðsvettvangs um aukna hag
sæld lífg aði því upp á umræðuna meðan
beðið var eftir niðurstöðu samninga mann-
anna . Varla hefur hvarflað að nokkrum
manni og allra síst þeim sem í hópnum
störfuðu að allt sem á borð var borið í
skýrslunni væri brúklegt og umsvifalaust
samþykkt . Flestir hafa þó eflaust vonað að
tillögurnar fengju skoðun áður en þeim
væri sópað af borðinu . En kannski var það
megrunarkúrinn sem fréttamenn höfðu
mátt þola dagana á undan að hjólað var
strax í þann hóp sem líklegastur var til að
andæfa breytingum . Sam ráðsvettvangur um
aukna hagsæld hafði semsagt komið auga
á að menntamálin þyldu smásnyrtingu
í kringum eyrun . Og eins og við var
búist hóf menntakórinn upp raust sína
og hafnaði „fjárhagslegum niðurskurði,
fækkun skóla, fækkun kennara, aukinni
kennsluskyldu“ og öllu því sem talið er
ganga á heilagan samningsrétt kennara .
Skýrslan var úthrópuð sem „exel-æfing“,
L agt var til atlögu við stjórn-endur Seðlabanka Íslands
af logandi heift . Gilti einu þótt
reiðin beindist aðeins að einum,
skaðinn var allra eða eins og
stríðsherrar orða það gjarnan: „Þeir
lentu í skotlínunni .“ Í kjölfarið
fylgdi árásin á stjórnarskrána,
árásin á fullveldið og fyrrverandi
forsætisráðherra, árás á sjávarútveg
og landsbyggðina og þegar ríkis-
stjórnin varð uppiskroppa með
átakamálefni var spjótunum beint
að eigin liðsmönnum . . .