Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 49
48 Þjóðmál SUmAR 2013
en það ku vera óræk sönnun þess hve
afspyrnuvitlaus hún væri . Galdraprik inu
var veifað og foreldrar kallaðir til vitnis um
ágæti status quo í kennslumálum .
Vísir og Bylgjan gerðu könnun og í ljós kom að 51% þátttakenda telja
ástæðulaust að fækka framhaldsskólum
og hagræða í rekstri . Þetta kom svo sem
ekki á óvart . Það er þó varla til að styrkja
mál staðinn að fjaðrafokið sem hið galvaska
heima varnarlið þyrlaði upp bar þess merki
að lestu r skýrslunnar hafi verið aukaatriði .
Hvergi var því haldið fram í skýrslunni að
skera ætti niður fjárframlög til menntamála,
leggja niður þá skóla sem nú eru starfræktir
eða talað um að fækka kennurum . Hins
vegar var bent á að grunnskólinn hér sé 22%
dýrari en meðaltalið á hinum Norður lönd-
unum á meðan fjárveitingar til fram halds-
og háskólamenntunar eru langt und ir
meðaltalinu . Í skýrslunni er því haldið fram
að framleiðni grunnskólans mætti auka
um fjórðung með því að auka kennslu-
hlutfall, stytta nám og stækka skóla . Yfir
um og allt um kring þeirri orðræðu svífur
brottfallið úr framhaldsskólanum, fíllinn í
stofunni sem að drjúgum hluta má skrifa
á reikning grunnskólans . Einhver með
allt önnur gleraugu hefði lesið skýrsluna
svo að hagræðing í kennslu, nýbreytni í
kennslu háttum og tilflutningur fjármagns
milli skóla stiga gæti aukið hagsæld . En
gler augna skortur hrjáir því miður ákveðna
hópa í sam félaginu .
Nú er það svo að eitt það fyrsta sem ég heyrði nýjan menntamálaráðherra
lýsa yfir var að menntamál væru líka efna-
hags mál . Eyrun sperrtust . Menntun er
sem sagt verðmæti í sjálfum sér . Þetta er
kú vend ing frá pólitískri innrætingu í nýrri
aðal námskrá menntamálaráðherra hinnar
„hreinu vinstristjórnar“, þar sem fram leiðsla
full vax inna umhverfisaðgerðasinna er tal ið
helsta hlutverk menntastofnana . En eftir
að fyrstu upphrópanirnar um skýrsl una
hljóðn uðu hefur umræðan verið hóf stilltari
um leið og hún fluttist til skólastjórn enda
sem þekkja vandamálin og bera ábyrgð á
framkvæmd menntastefnunnar . Ýmislegt
fróðlegt kemur þar fram og má meðal
annars nefna Morgunblaðsgreinar Atla
Harðarsonar skólameistara, sem bendir á
að raunbrottfall sé minna en Pisa-rann-
sóknin gefur til kynna vegna mis munar
á brautskráningarkröfum . Ennfremur
vísar Atli í rit OECD, Education at a
Glance 2012, þar sem fram kemur að
hér á landi ljúki hærra hlutfall fólks, á
aldrinum 25–64 ára, háskólagráðu en
að meðaltali í OECD-löndunum, sem
bendir til betri nýtingar stúdentsprófsins
hér en víðast annars staðar . Það bætir þó
ekki stöðu þeirra sem falla frá námi . Þeim
þarf að beina í farveg sem er þjóðhagslega
hagkvæmari en að mæla göturnar . Hjálmar
Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, kom í
viðtal á Bylgjuna og lýsti nýjum kennslu-
E itt það fyrsta sem ég heyrði nýjan menntamálaráðherra
lýsa yfir var að menntamál væru
líka efna hagsmál . Eyrun sperrtust .
Menntun er sem sagt verðmæti
í sjálfum sér . Þetta er kú vending
frá pólitískri innrætingu í nýrri
aðalnámskrá menntamálaráð -
herra hinnar „hreinu vinstri-
stjórnar“, þar sem fram leiðsla
fullvaxinna umhverfisaðgerða-
sinna er talið helsta hlutverk
menntastofnana .