Þjóðmál - 01.06.2013, Page 51

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 51
50 Þjóðmál SUmAR 2013 fyrir tveimur áratugum sóttu aðeins um 1% barna sérskóla . Í dag sækja um 11% grunn skólabarna í Svíþjóð sérskóla og allt að 23% 16–18 ára á framhaldsskólastigi . Kunskap skolan hefur hafið útflutning á kennslu prógrammi sínu og rekur nú skóla á Ind landi auk þess að vinna að innleiðingu prógrammsins í stóru skólaumdæmi í New York-fylki í Bandaríkjunum . Tilgangur Sam taka skattgreiðenda með málstofunni var að benda á leiðir til að bæta nám án þess að auka kostnað hins opinbera . Ásetningur fráfarandi stjórnvalda til að njörva niður skólakerfið sést best á því að í dag eru greiðslur hins opinbera með hverju barni í sérskóla aðeins 75% þess sem fylgir barni í opinberum skólum . Og hvers vegna ætti nýr ráðherra að taka af alvöruþunga á þessu máli? Í fyrsta lagi vegna þess að það er löngu tímabært . Í öðru lagi vegna þess að menntun er efnahagslega mikilvæg, ekki bara fyrir þjóðfélagið í heild heldur líka fyrir einstaklingana sem í hlut eiga . Því skiptir það máli að hið opinbera gefi fleirum tækifæri til að koma að menntun barna . Fólki með aðrar hugmyndir og nálganir . Ólafur H . Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur t .d . sýnt fram á að hægt er að stytta nám til stúdentsprófs um tvö ár . Kunskapskolan hefur sýnt að rekstur grunnskóla getur verið arðbær fjárfesting á sama verði og opinberir skólar og skilað að auki betri árangri . Og sálfræðideild Edinborgarháskóla hefur sýnt fram á að silfurskeið í vöggugjöf er ekki trygging fyrir árangri á lífsleiðinni . Rannsókn á vegum deildarinnar, sem staðið hefur yfir frá 1958, á gögnum 17 .000 einstaklinga, leiðir meðal annars í ljós að færni í lestri, skrift og reikningi við 7 ára aldur veldur mestu um velgengni síðar á ævinni . Þeir sem voru stigi fyrir ofan meðaltalið við sjö ára aldur höfðu hærri laun, áhugaverðari vinnu og bjuggu í dýrara húsnæði við 42ja ára aldur . Niðurstaðan var enn marktæk þegar leiðrétt hafði verið fyrir samfélagslegri stöðu foreldra, lengd skólagöngu og jafnvel gáfnafari . Út úr þessu má lesa að sá sem hefur þessa þætti á valdi sínu er í betri stöðu til að skilja og álykta um allt hitt sem borið er á borð fyrir hann síðar á ævinni . Farsæld hans hvort sem hann velur að verða pípari eða prófessor liggur í þungavigt þessa farangurs . Nú þarf ekki mikla sérfræðikunnáttu til að átta sig á að sá sem ekki hefur grundvallarþætti verkefnis á valdi sínu mun seint finna til gleði í starfinu . Þættir S álfræðideild Edinborgarháskóla hefur sýnt fram á að silfurskeið í vöggugjöf er ekki trygging fyrir árangri á lífsleiðinni . Rannsókn á vegum deildarinnar, sem staðið hefur yfir frá 1958, á gögnum 17 .000 einstaklinga, leiðir meðal annars í ljós að færni í lestri, skrift og reikningi við 7 ára aldur veldur mestu um velgengni síðar á ævinni . Þeir sem voru stigi fyrir ofan meðaltalið við sjö ára aldur höfðu hærri laun, áhugaverðari vinnu og bjuggu í dýrara húsnæði við 42ja ára aldur . Niðurstaðan var enn marktæk þegar leiðrétt hafði verið fyrir samfélagslegri stöðu foreldra, lengd skólagöngu og jafnvel gáfnafari . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.