Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 53
52 Þjóðmál SUmAR 2013 Ólafur Hannesson Feigðarför Í tæplega fjögur ár hefur aðild að Evrópu-sambandinu (ESB) vofað yfir okkur Íslendingum . Aðlögunarsinnar hafa róið að því öllum árum að reyna að sannfæra fólk um að það sé okkur bæði til fjár og ham ingju að ganga í ESB . Evrópusambandið er samband 27 ríkja . Þessi ríki eru eins mismunandi og þau eru mörg . Sum eru smá og eru einungis með nokk ur hundruð þúsund íbúa . En innanborðs eru einnig gömlu stórveldin sem hvert um sig er með íbúafjölda sem telur milljóna tugi . Menn ing og saga þessara þjóða er ólík og þær teng ingar sem íbúar þess hafa við ESB, og aðrar þjóðir innan sambandsins, mismiklar . Ég vil vita Samtök aðlögunarsinna, JÁ Ísland, hafa auglýst úti um allar grundir að fólk vilji vita hvað komi upp úr „pakkanum“ . Ég get bent ykkur, sem viljið vita, á að það eru fjölmargar greinar og önnur skrif þar sem þið getið fengið að vita hvað aðild að ESB felur í sér, það er ekki um að ræða einhvern dularfullan pakka þar sem innihald fæst einungis með því að taka þátt í ströngu aðlögunarferli áður en fullbúinn samningur lítur dagsins ljós . Hér á eftir mun ég svara nokkrum atriðum sem aðlögunarsinnar setja fram sem ástæður fyrir aðild . Fullveldið mitt, fullveldið þitt og fullveldið okkar Sumir aðlögunarsinnar halda því fram að við missum ekki fullveldi við að ganga í ESB, þvert á móti munum við auka fullveldi okkar . Enginn maður, sem hugsar í alvöru, getur samt haldið öðru fram en að með aðild að ESB felist fullveldisframsal . Við erum með aðild að færa ESB hluta af fullveldi okkar á silfurfati . Nú benda sumir á að við séum þegar í EES og þar með séum við nú þegar búin að framselja fullveldi okkar . Þetta er að vissu leyti rétt . Við erum búin að framselja hluta af fullveldi okkar með aðild okkar að EES, en það er í ákveðnum málaflokkum sem það á við, en við aðild að ESB gefum við eftir fullveldi með víðtækari hætti sem og í fleiri málaflokkum svo sem í utanríkis- og sjávarútvegsmálum svo að fáein dæmi séu nefnd . Nú er það raunar svo að ESB er í sí felldri þróun og viðurkenndi núverandi utan- ríkis ráðherra, sem hart hefur barist fyrir inngöngu í ESB, fyrir stuttu að ESB í dag sé ekki alveg það sama og ESB þegar við sóttum um . Hann nefnir að fullveldisframsalið í dag sé orðið meira en þegar sótt var um aðild, en það liggur meðal annars í samhæfðari aðgerðum í fjármálum evruþjóðanna og leiða til að sporna við hruni evrunnar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.