Þjóðmál - 01.06.2013, Page 54
Þjóðmál SUmAR 2013 53
Lægra matvælaverð, tollar
Eitt af því sem aðlögunarsinnar hafa haldið hátt á lofti er að mat vælaverð
á Íslandi muni lækka við inngöngu í ESB .
Það eina sem getur stutt þessa fullyrðingu er
niðurfelling tolla á milli ESB-landa . Það sem
ekki fylgir þessari fullyrðingu er að þar sem
ESB er tolla bandalag með tollmúrum munu
tollar hækka á ákveðnum vörutegundum utan
ESB, þannig að sú lækkun sem næst með
lægri gjöldum á ákveðnar vörur með aðild að
ESB þýðir hugsanlega hækkun á öðrum utan
ESB . Tökum sem dæmi tómatinn sem þú
kaupir frá Evrópu, sem kann að lækka í verði
vegna þess að hann er fyrir innan tollamúr inn
á sama tíma og raftækið, sem þú kaupir frá
Asíu, kann að hækka þar sem það er fyrir utan
þennan evrópska tollamúr .
Fari það svo að heildarlækkun verði á
gjöldunum eru tollar tekjulind fyrir ríkið
sem þýðir að með minni tollum verða minni
tekjur, sem ríkið mun eflaust sækja til okkar
í öðru formi, þannig að ef hugsanleg lækkun
verður munum við greiða hana með öðrum
hætti, hvort sem um ræðir aukin gjöld,
skatta hækkanir eða niðurskurð .
Ef þetta er það sem fólk er að sækjast eftir,
að lækka tolla, þá er vert að benda því á að
við getum á Íslandi sjálf lækkað, hækkað,
sett á eða tekið af tolla á innfluttar vörur,
Það er okkar að ákveða . Með inngöngu í
ESB afsölum við okkur þessum rétti, þ .e .a .s .
þeim rétti að ákveða sjálf okkar tolla . Þess í
stað koma fyrirmælin frá Brussel þar sem
tollamúrinn utan um ESB er ákveðinn og við
getum ekki hrófl að við honum . Vert er svo að
benda á að sökum legu landsins mun alltaf
verða ákveðinn aukakostnaður sem ræðst af
flutn ingskostnaði sem og fámenni landsins .
Með betri gjaldmiðli
rætast allir draumar þínir
Þetta er kannski full ýkt fyrirsögn en sumir virðast halda að með upptöku
evru muni öll vandamál okkar hverfa . Það
er ánægjulegt að heyra suma aðlögunarsinna
tala með raunhæfari röddu um að evran
muni ekki leysa öll vandamál okkar en telja
þó að hún sé betri valkostur en annað . Taktu
10 hagfræðinga úti á götu tali og spyrðu hvað
sé best að gera í gjaldmiðilsmálum . Sennilega
færðu um það bil 5 til 10 mismunandi svör .
Það er sama til hvaða fræðistéttar er leitað
alltaf munu finnast aðilar sem eru algerlega
ósammála hverjir öðrum og gjaldmiðils-
málin eru engin undantekning . Sumir vilja
evru, aðrir vilja dollara, enn aðrir krónu og
svona mætti lengi telja . En evran er það sem
sumir setja sem gulrót fyrir inngöngu í ESB .
Ég fór á fund hjá Samfylkingunni þar sem
fjallað var um ESB-málin . Þar fjallaði einn
frummælandinn um nauðsyn þess að skipta
um gjaldmiðil og taka upp evruna . Hann
talaði vel og lengi um hversu efnahagsstjórn
á Íslandi væri hræðileg og að við gætum ekki
stjórnað okkur sjálf í þeim málum . Mál-
flutn ingur hans var það svakalegur að við
lá að hann lýsti hatri í garð samlanda sinna,
þvílíkt var álitið á Íslendingum við stjórn
og mögu leikum okkar á að stjórna okkur
sjálf . Mér þótti þetta forvitnilegt og spurði
þennan mann út í evruna sem hann mærði
Þ ar sem ESB er tolla bandalag með tollmúrum munu
tollar hækka á ákveðnum vöru-
teg undum utan ESB, þannig að
sú lækkun sem næst með lægri
gjöldum á ákveðnar vörur með
aðild að ESB þýðir hugsanlega
hækkun á öðrum utan ESB .