Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 54

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 54
 Þjóðmál SUmAR 2013 53 Lægra matvælaverð, tollar Eitt af því sem aðlögunarsinnar hafa haldið hátt á lofti er að mat vælaverð á Íslandi muni lækka við inngöngu í ESB . Það eina sem getur stutt þessa fullyrðingu er niðurfelling tolla á milli ESB-landa . Það sem ekki fylgir þessari fullyrðingu er að þar sem ESB er tolla bandalag með tollmúrum munu tollar hækka á ákveðnum vörutegundum utan ESB, þannig að sú lækkun sem næst með lægri gjöldum á ákveðnar vörur með aðild að ESB þýðir hugsanlega hækkun á öðrum utan ESB . Tökum sem dæmi tómatinn sem þú kaupir frá Evrópu, sem kann að lækka í verði vegna þess að hann er fyrir innan tollamúr inn á sama tíma og raftækið, sem þú kaupir frá Asíu, kann að hækka þar sem það er fyrir utan þennan evrópska tollamúr . Fari það svo að heildarlækkun verði á gjöldunum eru tollar tekjulind fyrir ríkið sem þýðir að með minni tollum verða minni tekjur, sem ríkið mun eflaust sækja til okkar í öðru formi, þannig að ef hugsanleg lækkun verður munum við greiða hana með öðrum hætti, hvort sem um ræðir aukin gjöld, skatta hækkanir eða niðurskurð . Ef þetta er það sem fólk er að sækjast eftir, að lækka tolla, þá er vert að benda því á að við getum á Íslandi sjálf lækkað, hækkað, sett á eða tekið af tolla á innfluttar vörur, Það er okkar að ákveða . Með inngöngu í ESB afsölum við okkur þessum rétti, þ .e .a .s . þeim rétti að ákveða sjálf okkar tolla . Þess í stað koma fyrirmælin frá Brussel þar sem tollamúrinn utan um ESB er ákveðinn og við getum ekki hrófl að við honum . Vert er svo að benda á að sökum legu landsins mun alltaf verða ákveðinn aukakostnaður sem ræðst af flutn ingskostnaði sem og fámenni landsins . Með betri gjaldmiðli rætast allir draumar þínir Þetta er kannski full ýkt fyrirsögn en sumir virðast halda að með upptöku evru muni öll vandamál okkar hverfa . Það er ánægjulegt að heyra suma aðlögunarsinna tala með raunhæfari röddu um að evran muni ekki leysa öll vandamál okkar en telja þó að hún sé betri valkostur en annað . Taktu 10 hagfræðinga úti á götu tali og spyrðu hvað sé best að gera í gjaldmiðilsmálum . Sennilega færðu um það bil 5 til 10 mismunandi svör . Það er sama til hvaða fræðistéttar er leitað alltaf munu finnast aðilar sem eru algerlega ósammála hverjir öðrum og gjaldmiðils- málin eru engin undantekning . Sumir vilja evru, aðrir vilja dollara, enn aðrir krónu og svona mætti lengi telja . En evran er það sem sumir setja sem gulrót fyrir inngöngu í ESB . Ég fór á fund hjá Samfylkingunni þar sem fjallað var um ESB-málin . Þar fjallaði einn frummælandinn um nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil og taka upp evruna . Hann talaði vel og lengi um hversu efnahagsstjórn á Íslandi væri hræðileg og að við gætum ekki stjórnað okkur sjálf í þeim málum . Mál- flutn ingur hans var það svakalegur að við lá að hann lýsti hatri í garð samlanda sinna, þvílíkt var álitið á Íslendingum við stjórn og mögu leikum okkar á að stjórna okkur sjálf . Mér þótti þetta forvitnilegt og spurði þennan mann út í evruna sem hann mærði Þ ar sem ESB er tolla bandalag með tollmúrum munu tollar hækka á ákveðnum vöru- teg undum utan ESB, þannig að sú lækkun sem næst með lægri gjöldum á ákveðnar vörur með aðild að ESB þýðir hugsanlega hækkun á öðrum utan ESB .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.