Þjóðmál - 01.06.2013, Page 57
56 Þjóðmál SUmAR 2013
Samtök atvinnulífsins (SA) gengust fyrir málstofu um samkeppnismál 3 .
október 2012, vafalaust að gefnu tilefni .
Að ildar fyrirtæki SA, bæði stór og smá,
höfðu kvartað yfir því að samkeppnislögin
væru bæði flókin og óljós og erfitt að fá
leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu
(SE) . Útkoman var sú að niðurstöður SE
eru að mati SA „ekki fyrirsjáanlegar“ . Hvað
þýðir það? Geðþóttalegar? Líklega . Það er
hagur allra þátttakenda í atvinnulífinu, segja
SA, að leikreglur séu skýrar, sann gjarnar og
að eftir þeim sé farið .
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, hélt
státinn uppi vörnum og sagði:
„Hér mættu Samtök atvinnulífsins sann-
ar lega girða sig í brók og leggjast á árar með
Samkeppniseftirlitinu . Við stutta yfir ferð
yfir heimasíðu samtakanna hlýnar manni
reyndar um hjartarætur að rekast á hnapp
sem ber heitið Samkeppnismál . Megnið af
efninu á þessari síðu fjallar um of ströng
samkeppnislög, of strangt eftirlit . Hvergi
leiðbeiningar um eftirfylgni við sam-
keppnislög, siðareglur um sam keppnis mál
eða önnur sambærileg brýning til fyrir-
tækja . Samkeppniseftirlitið skorar á sam-
tökin að gera hér breytingu á . Leggjast
á árar með fyrirtækjum sem vilja vaxa og
dafna í heilbrigðri samkeppni . Setja hinum
stólinn fyrir dyrnar . Búa svo um hnútana
að það að fá að vera aðili að samtökunum
sé gæðastimpill fyrir fyrirtæki, á sviði sam-
keppnismála . Ala ekki á tortryggni .“
SA eiga m .ö .o . að taka að sér verkefni sem
SE eru falin, að mati forstjórans .
Gott er að halda til haga reynslu þeirra
sem eru þolendur í samkeppnismálum .
Þau mál eru, í tíð núverandi forstjóra,
m .a . rekin fyrir dómstóli götunnar, en sá
kviðdómur er skv . reynslunni ódeigur við
að komast að umbeðinni niðurstöðu . Vilji
samkeppnisyfirvöld fá samstarf við atvinnu-
fyrirtækin um rétta framkvæmd sam-
keppnismála þarf stjórnvaldið hins vegar að
koma fram af heilindum . SE er fengið mikið
úrskurðarvald og þarf því að umgangast þá
sem rannsókn beinist gegn með sama hætti
og lögregla, saksóknarar og dómarar gera,
halda í öllu á málum eins og sæmandi er í
réttarríki . Eftirfarandi frásögn hef ég tekið
saman í því skyni að leggja umræðunni lið .
Það er ekki að ástæðulausu að SE er talið
viðsjárvert stjórnvald .
Ragnar Önundarson
Samkeppniseftirlitið er
viðsjárvert stjórnvald