Þjóðmál - 01.06.2013, Side 67

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 67
66 Þjóðmál SUmAR 2013 játa samráðsbrot vegna debetkorta að þeir játuðu það á hendur félögum sem ekki áttu aðild . SE var augljóslega ekki heimilt að taka slíka játningu gilda . SE var ekki heldur heimilt að halda RB utan rannsóknar sinnar, fyrst stofnunin komst að niðurstöðu um að gerð debetkortakerfisins hafi falið í sér óleyfilegt samráð . Þóknun fyrir vernd? Ísamkeppnislögum er fjallað um „mis-beitingu sameiginlegs eignarhalds“ keppinauta á fyrirtækjum . Ég bendi á að það eru hvorki stjórnir né forstjórar félaga sem lúta sameiginlegu eignarhaldi sem bera ábyrgð á slíku broti, það gera eigendurnir . Sterkar vísbendingar, ef ekki fullgildar sannanir, voru um að þetta hafi verið hið raunverulega brot (m .a . lögfræðiálit í rammagrein 1, sjá bls . 66–67), en ég fékk ekki að koma þeim á framfæri . Þó hafði stofnunin þær undir höndum . Getur verið að sú sátt sem SE gerði við þá sem játuðu á sig lögbrot hafi falið í sér að opinbert stjórnvald í réttarríkinu Íslandi hafi samið við brotlega aðila um að játa önnur og léttvægari brot en í raun voru framin og greiða væna sekt möglunarlaust, gegn samkomulagi um að stofnunin léti staðar numið og hjá líða að fella RB undir rannsókn sína? Hvergi var nánara samstarf keppinauta en þar . Var greidd þóknun fyrir „vernd“ að suður- ítölskum hætti? Náið vináttusamband for- stjóra SE við stjórnarformann Visa Íslands, sem greint er frá í meðfylgjandi bréfi mínu til SE (sjá rammagrein 2, bls . 71 og 73), ljær þeirri hugsun vængi að um sérstakan vinargreiða hafi verið að ræða . Eignarhald RB var áfram sameiginlegt í nokkur ár og í höndum keppinauta . Var sniðganga SE á rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga sæmandi og eins og við viljum að stjórnvald komi fram? Þessari spurningu er ósvarað . Nú hefur RB verið breytt í hlutafélag, það tók sinn tíma og var án vafa óbirtur hluti af samkomulagi SE og banka í „Stóra kortasamráðsmálinu“ . Forstjórinn talar af sér Bankar úthýstu samkeppni — Sam-keppn is stofnun horfði framhjá enn stærra broti“ sagði í fyrirsögn DV hinn 14 . mars 2011 . Í viðtali við blaðið staðfestir for- stjóri SE að tekið hafi verið á sam eiginleg- um yfirráðum í meðferð málsins, en það brot var samt ekki það sem var játað (!): „Ragnar Önundarson fyrrverandi for stjóri Kreditkorta sakar Samkeppniseftirlit ið um að hafa horft framhjá stórfelldum brot um bankanna um sameiginleg markaðs yfir ráð . Það hafi verið látið gott heita að bank arnir hafi komið sök á kortafyrirtæki sín . Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis eftir- litsins, segir „að tekið hafi verið á sameigin- legum yfirráðum í meðferð máls sem lyktaði með sátt og alls 735 milljóna króna greiðslu stjórnvaldssektar kortafyrirtækjanna árið 2008 . Bankarnir hafa í kjölfarið verið knún- ir til að gera mannabreytingar í stjórn um dótturfyrirtækja sinna til að hindra sam- eigin leg markaðsyfirráð . Engu að síður hafa V ar greidd þóknun fyrir„vernd“ að suður-ítölskum hætti? Náið vináttusamband forstjóra Samkeppniseftirlitsins við stjórnarformann Visa Íslands ljær þeirri hugsun vængi að um sérstakan vinargreiða hafi verið að ræða . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.