Þjóðmál - 01.06.2013, Side 68

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 68
 Þjóðmál SUmAR 2013 67 Stjórn Samkeppniseftirlitsins Borgartúni 26 125 Reykjavík B .t . formanns stjórnar, Rögnvaldar Jóhanns Sæmundssonar 22 . desember 2011 . Fyrr á þessu ári efndi Kastljós Sjónvarps RÚV til umfjöllunar um svonefnt „korta samráðs- mál“ . Var það raunar í annað sinn því umfjöllun var einnig á sama vettvangi í september 2009 . Málinu var lokið með sátt í janúar 2008 . Í bæði skiptin tók forstjóri Samkeppniseftirlitsins þátt í umræðum, sem ég undraðist mjög . Málinu hafði verið lokið með sátt og fengið umfjöllun fjölmiðla á þeim tíma . Sátt á að fela í sér lok máls og að stofnunin sé „sátt“ við sína eigin afgreiðslu . Ég efast um heimildir forstjórans til að taka þátt í opinberri umræðu að því leyti sem hún snýr að aðilum sem stofnunin telur að séu ekki málsaðilar . Á forstjóranum var að skilja að fyrirtæki sem slík séu málsaðilar sam- keppnismála, en ekki einstakar persónur . Sé svo ber forstjóranum að virða þá staðreynd . 1 . Í kortasamráðsmálinu voru það stjórn ar- menn greiðslukortafélaga sem játuðu sök á hendur félögunum . Afleiðingin varð hins veg- ar umfjöllun um forstjórana og meint „brot“ þeirra, því þessi háttur stríðir gegn þeim skilningi almennings að daglegur rekstur fyrir tækja sé á ábyrgð forstjóra þeirra . Sátt Sam keppnis eftirlitsins fól þannig í raun í sér að stjórnar mönnum var leyft að „játa“ sök á hendur fors tjórunum skv . skilningi almenn- ings . Er sú fram kvæmd stjórnvaldinu ekki til sóma . • Ég spyr stjórnina hvort forstjóri Sam­ keppniseftirlitsins hafi rýmri heimildir en t .d . rannsóknarlögreglumenn, saksóknarar og dómarar til að tjá sig um persónur sem hafa komið við sögu í rannsókn máls og meðferð fyrir dómstólum en hafa ekki verið taldir málsaðilar? 2 . Ég tel að í raun hafi verið um að ræða annað brot en játað var, þ .e . misbeitingu sameiginlegra markaðsyfirráða . Það brot liggur hjá eigendum félaga og þýðir að mínum dómi að starfsmenn félaga sem undir slíkt eru seld verða ekki sakaðir um samráð . Sáttin fól í sér að eigendum var sleppt með að láta starfsmenn sína, stjórnarmenn í greiðslukortafélögum, játa sök á hendur félögunum, gegn hárri greiðslu . Ástæða þessa álits míns er sú að í nokkur ár var sami bankastjóri samtímis yfirmaður bæði forstjóra Greiðslumiðlunar hf . (Visa Íslands) sem stjórnarformaður og næsti yfirmaður stjórnarformanns Kreditkorts hf . (MasterCard) í daglegum störfum hans í banka . Stjórnarformaður Greiðslumiðlunar hf . hafði m .ö .o . beint boðvald yfir stjórnarformanni Kreditkorts hf . Þræðir hinna sameiginlegu markaðsyfirráða komu saman í hendi bankastjórans . Þetta fyrirkomulag var engin tilviljun . Því var komið á með samkomulagi milli banka og sparisjóða um að breyta fyrra fyrirkomulagi, sem fól í sér skýra aðgreiningu . Tilgangurinn var að draga úr samkeppni félaganna . Í þessu skyni hafði eignarhald félaganna verið samræmt svo mjög að líta bar á starfsemi þeirra sem einn samrekstur banka og sparisjóða . Nú vill svo til að forstjóri Samkeppniseftirlitsins starfaði sem ungur lögfræðingur í Viðskiptaráðuneytinu . Þáver- andi ráðuneytisstjóri greiddi að sínu leyti götu hans til að verða forstjóri Fjármálaeftirlitsins . Þetta nána samstarf, sú persónulega vinátta sem myndaðist og sú þakkarskuld sem forstjórinn stóð í við ráðuneytisstjórann Rammagrein 2

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.