Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 69

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 69
68 Þjóðmál SUmAR 2013 bankarnir samráð, meðal annars í Reikni- stofu bankanna“ . Með þessum ummælum staðfesti for- stjórinn að SE lauk málinu á annan hátt en hin opinbera niðurstaða snerist um . Sam- eiginleg markaðsyfirráð voru kjarni málsins! Hann veit líka um ástandið í RB, en aðhefst þó ekki á þeim vettvangi . Má hann þetta? Engu er líkara en að vitneskja hans um samráð innan RB réttlæti að kortafyrirtæki játi samráð! Er stjórnvaldi heimilt að vinna svona? Er þetta boðlegt? Tekið á sameiginlegum yfirráðum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-keppniseftirlitsins, segir í viðtalinu við DV að „kartel“ vísi til samráðs keppinauta: „„Upplýst var um markaðsráðandi stöðu Greiðslumiðlunar (Visa Íslands) og einnig um ólögmætt samráð þessara fyrirtækja . En lyktir málsins fólu ekki aðeins í sér viður- kenningu á brotum og greiðslu stjórn- valdssektar heldur urðu félögin að fara að fyrirmælum um miklar breytingar á starf- semi sinni og skipulagi . Svo hefur líka orðið breyting á eignarhaldinu . Nú er kveðið á um að menn geti ekki setið saman í stjórnum þeirra .“ Um rétt Ragnars og það að hann hafi ekki verið skilgreindur sem aðili málsins segir Páll Gunnar að það sé ekki endilega SE að ákvarða hver sé málsaðili . „Rannsóknir okkar á samkeppnislagabrotum beinast að fyrirtækjum . Við getum beitt fyrirtæki viðurlögum og sett þeim fyrirmæli . Eðli málsins samkvæmt eru það fyrirsvarsmenn fyrirtækjanna sem koma fram fyrir hönd þeirra, hvort sem það eru lögfræðingar, stjórnarformenn eða aðrir . Það var fyrir- tækið sjálft sem ákvað að fyrirsvarið fyrir Kreditkort væri í annarra höndum en Ragnars . Þegar hann segist ekki hafa verið þátttakandi eða málsaðili verður hann að eiga það við yfirboðara sína .““ Svo mörg voru hans kúnstugu orð . Síðar sagði Páll Gunnar Pálsson mér sjálfur að þetta hefði verið „erfið ákvörðun“ . Það orðalag sagði mér að það var hann sem tók ákvörðunina, ekki stjórn Kreditkorts . Ég ósk aði heldur aldrei eftir að vera „í fyrir svari“, ég ætlaði aðeins að aðstoða við að upp lýsa málið með því að vísa á mikilvæg raf ræn gögn sem SE hafði haldlagt . Páll Gunn ar hélt því fram í viðtalinu að stjórnvald ið hafi verið í fullum rétti, þrátt fyrir rann sóknar- skyldu sína skv . stjórnsýslulögum, að semja við hinn seka, þann sem fallist hafði á að játa brot, um að tiltekinn vitnisburður fengi ekki að komast að . Hann vildi að ég ætti um það við „yfirboðarana“, sem hann lét komast upp með að skella skuld á aðra . Þess má geta í þessu sambandi að Páll Gunnar er löglærður . Hlýt að bíta frá mér R agnar segir [í sama viðtali] að hann hafi ekki komið þessu ástandi [sam- eigin legra markaðsyfirráða, innskot RÖ] á, S íðar sagði Páll Gunnar Pálsson mér sjálfur að þetta hefði verið „erfið ákvörðun“ . Það orðalag sagði mér að það var hann sem tók ákvörðunina, ekki stjórn Kreditkorts . Ég ósk aði heldur aldrei eftir að vera „í fyrir svari“, ég ætlaði aðeins að aðstoða við að upp lýsa málið með því að vísa á mikilvæg rafræn gögn sem Samkeppniseftirlitið hafði haldlagt . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.