Þjóðmál - 01.06.2013, Page 72
Þjóðmál SUmAR 2013 71
annarri hlið en þeirri sem SE og bankarnir
höfðu komið sér saman um og varð af þessu
nokkurt uppnám . Kosningar fóru í hönd
innan VR og ég sagði strax af mér báðum
þessum áðurnefndu trúnaðarstörfum til að
hlífa VR við erfiðri umræðu . Vafalaust eru
svona vinnubrögð samrýmanleg „útvarpi í
almannaþágu“ eins og það er kallað í lögum
um Ríkisútvarpið ohf ., að mati þeirra sem
við Kastljósið starfa . Að fara af stað eftir að
hafa kynnt sér aðeins aðra hlið máls finnst
mér hins vegar ekki virðingarverð frétta-
mennska . Einstaklingur stendur óneitan-
lega höllum fæti í slíkri umræðu .
Páll Gunnar Pálsson lá ekki á liði sínu .
Þessum þremur árum eftir að SE gerði
sátt í málinu var hann fúslega reiðubúinn
að koma í sjónvarpsfréttaviðtöl og Kastljós
og tala um meintan þátt minn, sem hann
hafði þó sjálfur neitað um áheyrn . Hann
gerði sátt, en virtist þó ekki sáttur . Ég lagði
nokkrar spurningar bréflega fyrir stjórn SE
af því tilefni, og var það skv . ábendingu
Umboðsmanns Alþingis, sjá rammagrein 2
(bls . 71 og 73) .
Svar barst dags . 2 . febrúar 2012 og voru
það útúrsnúningar í stíl við alla máls-
meðferð SE . Engri spurningu var svarað
efnislega . Stjórnin virtist kvarta við mig
yfir áhrifaleysi sínu innan stofnunarinnar
og sagði forstjórann ráða þar lögum og
lofum . Stjórnin kvaðst ekki mundi fjalla
um erindi mitt, en tók fram að hún teldi
engar forsendur til að gera athugasemdir
við störf forstjóra í tengslum við umfjöllun
mína . Kærufrestir til Umboðsmanns Al-
þingis og til stjórnsýslukæru voru löngu
liðnir . Mér voru í maí sama ár send afrit af
sumum skjölum málsins, en rafræn gögn
úr tölvu minni fengust ekki . Þetta var til
þess fallið að valda mér töfum því að ég
hafði sjálfur eytt öllum rafrænum gögnum í
mínum vörslum skv . skuldbindingu í ráðn-
ingar samningi . Síðan hef ég unnið að því
að afla mikilvægustu gagnanna eftir öðrum
leiðum, þ .e . lögfræðiálits þess sem grein
minni fylgir, samkomulags hluthafa og
minnisblaðs míns til undirbúnings ófyrir-
leitinni heimsókn persónulegs vinar for-
stjóra SE, Halldórs J . Kristjánssonar banka-
stjóra og stjórnarformanns Visa Ís lands í
starfsstöð Kreditkorts hf . í Ár múla 28 .
Leikið tveim skjöldum
Ástæða er til að benda á viðtal við Gunnar Pál Pálsson, for stjóra SE, sem
birtist á Stöð 2 og finna má á vefslóðinni:
http://www .visir .is/section/
MEDIA99&fileid=VTV03553F64-2411-
4333-9E23-B8FCB01E48B1
Vakin er athygli á eftirfar andi ummælum
forstjórans í viðtalinu:
a) „Það er alveg ljóst að fyrirtæki þau
játa ekki brot og greiða háar sektir og
gera breytingar á starfsemi sinni að
ástæðulausu .“
b) „Kartel er skv . skilgreiningu sinni sam-
K jarni málsins er sá aðstofnunin sleppti bönk-
unum við sekt í þessu broti og
leyfði þeim að samþykkja annað
brot, sem felldi sök á aðra en þá
sjálfa, gegn greiðslu . Svona gerir
réttlátt stjórnvald ekki . Náin
vinátta forstjórans og Halldórs J .
Kristjánssonar bankastjóra á hér
líklega hlut að máli . . .