Þjóðmál - 01.06.2013, Side 73

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 73
72 Þjóðmál SUmAR 2013 ráð keppinauta þannig að það verður varla hægt að skilja orð hans öðru vísi en svo að hann sé að játa langvarandi aðild að mjög alvarlegum samkeppnislagabrotum í þessu viðtali við þig .“ Hér leikur forstjórinn tveim skjöldum . Honum er ljóst að „fyrirtækið“ (þ .e . stjórn sem skipuð er fulltrúum eigenda) hefur ját að brot á félagið, en ekki ég . Annmarkar þeirra játninga, sem raktir hafa verið í grein þessari, eru honum fullkunnir . Honum er líka ljóst að „kartel“ (misbeiting sameiginlegra mark- aðs yfirráða) var hið raunverulega brot og að það liggur hjá eigendum félaga en ekki starfsmönnum . „Kartel“ skilgreinir hann ranglega, það er annað brot en „ólöglegt samráð“ . Hann leyfir sér samt að lýsa því yfir að ég hafi játað aðild að samkeppnislaga- broti á þessum forsendum, sem hann veit að eru ekki haldbærar . Felst að mínu mati óleyfileg sakbending í því . Ég lýsti þeirri skoðun minni að forstjóranum bæri að segja af sér og ítreka það nú . Af fjölmörgum annmörkum málsmeðferðar hans virðist mér mega draga þá ályktun að hann valdi ekki vandasömu starfi forstjóra SE . Fákeppnisstofnun Sérstök lög voru fyrst sett 1993 um sam keppni . Síðan hefur orðið mikil sam þjöpp un í viðskiptalífinu . Fákeppni á mörgum sviðum varð til fyrir augum stjórn- valdsins, oftast með því að yfirvaldið sam- þykkti samruna með skilyrðum, í stað þess að synja . Samruninn var alltaf rökstuddur með hag ræðingu en þess ekki getið að mesta hag ræðið fólst í þeirri stjórn á verðlagi sem fá keppni fylgir . Þetta hefur valdið þjóðinni óbætan legu og líklega óafturkræfu tjóni . Nú eltist stofnunin við afleiðinguna, meint samráð . Vaxandi fákeppni hefur m .a .s . verið notuð sem rök fyrir auknum umsvifum SE! Augljóst er að samráð nær ekki tilgangi sínum ef raunverulegur virkur markaður er til staðar . Stjórnvaldið tapaði hverju stórmálinu á fætur öðru á áfrýjunarstigi, sem sýnir ástand lögfræði þekkingar innanhúss . Það leiddi til kennitölu flakks, skipt var um nafn (áður Sam keppnis stofnun, nú Samkeppniseftirlit), kenni tölu og forstjóra . Næst þegar skipt verður um nafn, forstjóra og kennitölu ber að velja henni nafnið „Fákeppnisstofnun“, henni til áminningar um tómlæti sitt og vanhæfni . Völdum verður að fylgja ábyrgð . Lögmenn, dómarar eða aðrir ámóta, með mikla starfs- reynslu, ættu einir að fara með þetta stjórn- vald . Gömlu Samkeppnisstofnuninni var stýrt af viðskiptafræðingum sem allt sitt líf hættu sér aldrei út í viðskipti . Þeim var fengið úr skurðar vald sem jafna má til dómsvalds . Sú nýja er háð forystu lögfræðings sem ekki hefur viðeigandi starfsreynslu . Reynsla hans er einkum úr eftirlitsiðnaði . Hann er tengdur stjórnmálaflokki, var skipaður af Finni Ing- ólfssyni sem forstjóri FME og forstjóri SE af Valgerði Sverrisdóttur . Embættismanni sem hefur hlotið frama vegna stjórnmála og starfar í skjóli þeirra verður líklega ekki oft hugsað til stjórnsýslulaga . Tímabært er að finna nýja kennitölu og nýjan forstjóra . Nafnið liggur fyrir . É g lýsti þeirri skoðun minniað forstjóranum bæri að segja af sér og ítreka það nú . Af fjölmörgum annmörkum málsmeðferðar hans virðist mér mega draga þá ályktun að honum sé ekki treystandi til að gegna vandasömu starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.