Þjóðmál - 01.06.2013, Page 75

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 75
74 Þjóðmál SUmAR 2013 því var til dæmis haldið fram að sérstök þjóðar einkenni gerðu Íslendinga betri í við- skiptum en aðrar þjóðir .“ Eðalborin þjóð af konungakyni Stjórnendur fjármálafyrirtækja veltust um í sjálfshóli síðustu ár fyrir bankahrun og mál- uðu þá glansmynd að fjármálafyrirtækin væru sterk og mundu í fyrirsjáanlegri framtíð veita síauknum fjölda velmenntaðs fólks frábær atvinnutækifæri . Auk þess mundu þau verða þriðja stoðin undir sókn þjóðarinnar til aukinnar velmegunar, þ .e . stoðirnar þrjár yrðu sjávarútvegur, stóriðja og fjármálastarfsemi . Helstu stjórnendur þjóðfélagsins, með forsetann í broddi fylkingar, ítrekuðu hvað eftir annað að við værum þvílík heims und ur að á auðlegð okkar og möguleikum mundi enginn endir verða . Á grundvelli velmegunar ákvað ríkis stjórn - in að leggja til við Alþingi að það sam þykkti fjárlög fyrir árið 2008, sem fólu í sér rúmlega 20% raunvirðishækkun á ríkis útgjöldum . Á sama tíma og frumvarp til eyðslu fjár- laganna fyrir árið 2008 var til annarrar um - ræðu á Alþingi birti breska stórblaðið The Financial Times fréttir og úttekt á efna hags- málum á Íslandi þar sem bent var á að ofhitn- un væri í íslenska hagkerfinu og það mundi fá harða lendingu á árinu 2008 . Hins vegar var hvorki í greinum Financial Times né í skýrslu Den danske Bank spáð hruni eða vanda fjármálafyrirtækja . Því var hins vegar spáð að það yrði kreppa þegar lokið af Pandóruboxi ofhitnunar efnahagslífsins færi af . Mitt í þessu umhverfi lagði ríkisstjórnin til að enn skyldi dælt olíu á eld ofhitnunar efnahagslífsins . Hnípin þjóð í vanda Höfundur bókarinnar bendir rétti lega á þá miklu reiði sem blossaði upp við banka- hrunið og skilgreinir með einföld um en glöggum hætti hvað varð til þess að þessi mikla reiði braust út . Þegar Geir H . Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, flutti ávarp sitt til þjóðarinnar 6 . október 2008, þar sem hann lauk ræðu sinni með orðunum „Guð blessi Ísland“, þá urðu þau orð í huga þjóðarinnar yfirlýsing um að hér væri allt komið á vonarvöl og meiri háttar kreppa yfirvofandi . Allt í einu var velmeguninni kippt undan fótum fólksins og hyldýpi öryggisleysis, ótta og fjárhags legra erfiðleika blasti við . Þrátt fyrir að þáverandi forsætis ráð herra og stjórnkerfið hafi brugðist við með þeim hætti sem best varð á kosið í kjölfar banka- hrunsins var staðan sú að hvorki þáverandi forseti né forsætisráðherra eða aðrir helstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu möguleika á að tala kjark í þjóðina eða öðlast traust hennar af því að vonbrigðin urðu svo mikil og skyndileg . Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rangt mat ráðherra og ríkisstjórnarflokka haustið 2008 að ríkisstjórnin gæti setið áfram óbreytt . Ástandið var með þeim hætti að heppilegasta leiðin var þjóðstjórn undir nýrri forustu, hugsanlega utan þings . Búsáhaldabylting Þegar vikið er að heitinu búsáhaldabylting er verið að vísa til mótmæla fólks sem barði potta og pönnur við Alþingishúsið daginn út og daginn inn í janúarmánuði 2009 . Hávaðamengunin, sem hlaust af bús - áhöldunum og öðrum þeim tækjum og tól- um sem voru notuð, olli því að þing menn voru undir auknu álagi, en það truflaði að öðru leyti ekki eðlileg störf þingsins . Þessi barsmíð hafði ekki nein afgerandi áhrif í sjálfu sér eða olli straumhvörfum í íslenskri pólitík . Það sem olli hins vegar straumhvörfum var að áhrifamikil öfl, eins

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.