Þjóðmál - 01.06.2013, Side 79

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 79
78 Þjóðmál SUmAR 2013 ekkert kom út úr hugmyndum um að breyta gengislánum einhliða í íslenskar krónur . Með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom óvant fólk sem taldi sig kunna allt . Gerðir voru slæmir samningar við kröfuhafa um uppgjör gömlu og nýju bankanna . Bank arnir voru seldir of ódýrt og ekki var notað tækifærið til að afskrifa skuldir fólks og fyrirtækja áður en gengið var frá þessum samningum . Þá var samþykkt skuldabréf á nýja Landsbankann í erlendri mynt sem veikir gengi íslensku krónunnar stöðugt og er ógnun við fjármálastöðugleika . Gerðir voru óafsakanlegir samningur um Icesave og þeim þröngvað í gegn um þingið . Samn- ingaviðræður stærstu sparisjóða landsins með aðkomu kröfuhafa fóru út um þúfur . Fjármálafyrirtæki eins og VBS, Saga Capital, SpKef og Byr voru ríkisstyrkt til þess eins að fara á hausinn síðar þegar eignir höfðu rýrnað og tjón aukist . Verst af öllu var að þegar þjóðin þurfti á samstöðu að halda til að vinna sig út úr vanda sem skók fjármálakerfi allra Vestur- landa og gerir enn, þá komu stjórnmála - menn eins og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrím ur J . Sigfússon og kyntu undir neikvæðni, hatri, flokkadráttum, vanlíðan, sektar kennd og minnimáttarkennd gagn- vart útlend ingum . Þegar arfleifð búsáhaldabyltingarinnar verð ur gerð upp þá kemur í ljós að hún varð þjóðinni dýr . Dýrust reyndist búsáhaldabyltingin skuld ugum heimilum og kom sennilega í veg fyrir að verðtrygging á neytendalán- um, þ .m .t . húsnæðislánum, væri tekin úr sam bandi strax í ársbyrjun 2009 og gengis- bundn um lánum heimilanna yrði breytt ein hliða í íslenskar krónur á gengi miðs árs 2008 . Málsvari lítilmagnans — eða kannski kerfisins? Svavar Gestsson: Hreint út sagt: sjálfsævisaga, JPV útgáfa, Reykjavík 2012, 426 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Við — og þá á ég við okkur sjálfstæðis-menn, okkur Morgunblaðsmenn, okkur fótgönguliða kalda stríðsins — litum á Svavar Gestsson sem pólitískan arftaka þeirra „gömlu manna“, sem stofnuðu Kommún ista flokk Íslands, síðar Sam ein- ingarflokk alþýðu-Sósíalista flokk og náðu að lokum undir tökum í Alþýðu banda- laginu . Við töldum að hann hefði tekið að sér forystu fyrir þeirri pólitísku arfleifð, sem þeir skildu eftir sig, menn á borð við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason o .fl . Við vorum þeirrar skoðunar að Svavar hefði jafnframt tekið við þeim tengslum við sósíalistaflokka í öðrum löndum, sem gömlu mennirnir höfðu byggt upp . Í stuttu máli: að Svavar Gestsson hefði orðið eins konar holdgervingur þessarar pólitísku fortíðar í samtíma okkar . Sú mynd, sem Svavar Gestsson dregur upp af sjálfum sér og pólitískum afskiptum sínum í sjálfsævisögu sinni, Hreint út sagt, sem út kom fyrir síðustu jól, er býsna ólík þeirri mynd, sem bæði ég og ýmsir aðrir, höfðum komið okkur upp . Umhverfi okkar í æsku mótar okkur öll með einhverjum hætti . Það á við um Svavar, sem ungur að árum varð að standa á eigin fótum og sú lífsreynsla hefur áreiðanlega átt þátt í að hann skipaði sér í sveit á vinstri væng stjórnmálanna . Hann lýsir viðhorfum sínum til þjóðfélagsmála með þessum orðum í bók sinni: „Ég hef lengi kallað mig sósíalista . Það orð þýðir að ég stend með þeim, sem eru

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.