Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 79

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 79
78 Þjóðmál SUmAR 2013 ekkert kom út úr hugmyndum um að breyta gengislánum einhliða í íslenskar krónur . Með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom óvant fólk sem taldi sig kunna allt . Gerðir voru slæmir samningar við kröfuhafa um uppgjör gömlu og nýju bankanna . Bank arnir voru seldir of ódýrt og ekki var notað tækifærið til að afskrifa skuldir fólks og fyrirtækja áður en gengið var frá þessum samningum . Þá var samþykkt skuldabréf á nýja Landsbankann í erlendri mynt sem veikir gengi íslensku krónunnar stöðugt og er ógnun við fjármálastöðugleika . Gerðir voru óafsakanlegir samningur um Icesave og þeim þröngvað í gegn um þingið . Samn- ingaviðræður stærstu sparisjóða landsins með aðkomu kröfuhafa fóru út um þúfur . Fjármálafyrirtæki eins og VBS, Saga Capital, SpKef og Byr voru ríkisstyrkt til þess eins að fara á hausinn síðar þegar eignir höfðu rýrnað og tjón aukist . Verst af öllu var að þegar þjóðin þurfti á samstöðu að halda til að vinna sig út úr vanda sem skók fjármálakerfi allra Vestur- landa og gerir enn, þá komu stjórnmála - menn eins og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrím ur J . Sigfússon og kyntu undir neikvæðni, hatri, flokkadráttum, vanlíðan, sektar kennd og minnimáttarkennd gagn- vart útlend ingum . Þegar arfleifð búsáhaldabyltingarinnar verð ur gerð upp þá kemur í ljós að hún varð þjóðinni dýr . Dýrust reyndist búsáhaldabyltingin skuld ugum heimilum og kom sennilega í veg fyrir að verðtrygging á neytendalán- um, þ .m .t . húsnæðislánum, væri tekin úr sam bandi strax í ársbyrjun 2009 og gengis- bundn um lánum heimilanna yrði breytt ein hliða í íslenskar krónur á gengi miðs árs 2008 . Málsvari lítilmagnans — eða kannski kerfisins? Svavar Gestsson: Hreint út sagt: sjálfsævisaga, JPV útgáfa, Reykjavík 2012, 426 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Við — og þá á ég við okkur sjálfstæðis-menn, okkur Morgunblaðsmenn, okkur fótgönguliða kalda stríðsins — litum á Svavar Gestsson sem pólitískan arftaka þeirra „gömlu manna“, sem stofnuðu Kommún ista flokk Íslands, síðar Sam ein- ingarflokk alþýðu-Sósíalista flokk og náðu að lokum undir tökum í Alþýðu banda- laginu . Við töldum að hann hefði tekið að sér forystu fyrir þeirri pólitísku arfleifð, sem þeir skildu eftir sig, menn á borð við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason o .fl . Við vorum þeirrar skoðunar að Svavar hefði jafnframt tekið við þeim tengslum við sósíalistaflokka í öðrum löndum, sem gömlu mennirnir höfðu byggt upp . Í stuttu máli: að Svavar Gestsson hefði orðið eins konar holdgervingur þessarar pólitísku fortíðar í samtíma okkar . Sú mynd, sem Svavar Gestsson dregur upp af sjálfum sér og pólitískum afskiptum sínum í sjálfsævisögu sinni, Hreint út sagt, sem út kom fyrir síðustu jól, er býsna ólík þeirri mynd, sem bæði ég og ýmsir aðrir, höfðum komið okkur upp . Umhverfi okkar í æsku mótar okkur öll með einhverjum hætti . Það á við um Svavar, sem ungur að árum varð að standa á eigin fótum og sú lífsreynsla hefur áreiðanlega átt þátt í að hann skipaði sér í sveit á vinstri væng stjórnmálanna . Hann lýsir viðhorfum sínum til þjóðfélagsmála með þessum orðum í bók sinni: „Ég hef lengi kallað mig sósíalista . Það orð þýðir að ég stend með þeim, sem eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.