Þjóðmál - 01.06.2013, Page 82

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 82
 Þjóðmál SUmAR 2013 81 Hann gerir það ekki í ævisögu sinni . Hvers vegna ekki? Það eru ekki margir eftir til þess og þó: Kjartan Ólafsson . Hann vísar til þess að í skjölum Stasi sé hann talinn á vegum CIA . Það skýrir ekki neitt . Jón Baldvin Hannibalsson segir í grein á heimasíðu sinni, jbh .is, um bróður sinn Arnór (sem skrifuð var til birtingar í tímaritinu Herðubreið): „Svavar segir sjálfur frá því að það hafi ekki tekið hann langan tíma að komast að hinu sanna um stöðu mála í lögregluríkinu . . . Ég hef enga ástæðu til að rengja Svavar um þetta . Það eina, sem vantar upp á farsæl sögulok er það, að heimkominn settist Svavar inn á ritstjórn Þjóðviljans og lét þá alveg undir höfuð leggjast að trúa lesendum sínum fyrir þessari bitru lífsreynslu .“ Sósíalistar misstu smátt og smátt völd- in í verkalýðshreyfingunni yfir til háskóla- mennt aðra sérfræðinga eða skrif stofumanna á skrif stof um verkalýðs félag anna . Og verka- lýðs hreyfingin veit ekki leng ur hver hún er og hvert hlutverk hennar er . Ég leit lengi svo á, að kjör Ólafs Ragnars Grímssonar til formennsku í Alþýðu banda- laginu hefði markað þau þáttaskil að þá hefðu gömlu kommarnir og arftakar þeirra í fyrsta sinn misst völdin í þessari hreyfingu . Sennilega er það of einföld söguskýring . Kjör Ragnars Arnalds til formennsku í Alþýðubandalaginu 1968 við formlega stofnun þess sem stjórnmálaflokks kom ekki til vegna þess að hann nyti virks stuðnings allra ráðamanna Sósíalistaflokksins . Einar Olgeirsson var því andvígur en Lúðvík Jósepsson og aðrir áhrifamenn í þessum röðum á þeim tíma á borð við Jónas Árnason voru áfram um að brjóta blað með kjöri ungs manns, sem þar að auki átti sér ekki fortíð í Sósíalistaflokknum . Kannski má segja, að „Arfleifðin“ hafi náð vopnum sínum á ný, þegar Svavar var kjörinn formaður . En hvaða sögu segir pólitísk vegferð Svavars að öðru leyti um stjórnmálaferil hans? Ég staldraði við frásögn hans af umræðum um olíukaup, þegar hann var viðskiptaráðherra af eftirfarandi ástæðum: Á einum áratug urðu tvær meiri háttar hækk anir á heimsmarkaðsverði á olíu á árunum milli 1970 og 1980 . Olíu fram- leiðsluríkin voru að hrista af sér ofur veldi vestrænna olíufélaga og taka í sínar hendur yfirráð yfir eigin auðlindum sem var sjálfsagt . En á þessum tíma var olíufram- leiðsla að hefjast úti fyrir ströndum Noregs og í Norðursjó úti fyrir ströndum Skotlands . Olíuverðshækkanirnar voru þungt áfall fyrir íslenzkt þjóðarbú . Morgunblaðið fór að hreyfa þeirri hugmynd að við keyptum olíu frá Noregi og Bretlandi . Það hlyti að vera ódýrara vegna þess að flutningsleiðin væri margfalt styttri . Þessi skrif komu afar illa við nokkra hagsmunahópa í þjóðfélaginu . Forstjórar olíufélaganna spöruðu ekki stóru orðin . Það er rétt hjá Svavari að einn þeirra líkti skrifum okkar við geðveiki . Einn af þremur talaði við okkur eins og maður . Það Ungir hugsjónamenn koma fram á sjónarsviðið og taka upp baráttu fyrir bættum hag fátæka fólksins á Íslandi . . . Hugsjónamennirnir ungu ánetjast al þjóð legum hreyfingum sósíalista, sem segjast berjast fyrir sömu markmiðum og þar með var fjandinn laus . Þeir gerast ýmist vitandi vits eða án þess að gera sér grein fyrir því tæki alþjóðlegra afla til að seilast til áhrifa á Íslandi . Þeir verða eins konar fimmta herdeild .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.