Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 82

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 82
 Þjóðmál SUmAR 2013 81 Hann gerir það ekki í ævisögu sinni . Hvers vegna ekki? Það eru ekki margir eftir til þess og þó: Kjartan Ólafsson . Hann vísar til þess að í skjölum Stasi sé hann talinn á vegum CIA . Það skýrir ekki neitt . Jón Baldvin Hannibalsson segir í grein á heimasíðu sinni, jbh .is, um bróður sinn Arnór (sem skrifuð var til birtingar í tímaritinu Herðubreið): „Svavar segir sjálfur frá því að það hafi ekki tekið hann langan tíma að komast að hinu sanna um stöðu mála í lögregluríkinu . . . Ég hef enga ástæðu til að rengja Svavar um þetta . Það eina, sem vantar upp á farsæl sögulok er það, að heimkominn settist Svavar inn á ritstjórn Þjóðviljans og lét þá alveg undir höfuð leggjast að trúa lesendum sínum fyrir þessari bitru lífsreynslu .“ Sósíalistar misstu smátt og smátt völd- in í verkalýðshreyfingunni yfir til háskóla- mennt aðra sérfræðinga eða skrif stofumanna á skrif stof um verkalýðs félag anna . Og verka- lýðs hreyfingin veit ekki leng ur hver hún er og hvert hlutverk hennar er . Ég leit lengi svo á, að kjör Ólafs Ragnars Grímssonar til formennsku í Alþýðu banda- laginu hefði markað þau þáttaskil að þá hefðu gömlu kommarnir og arftakar þeirra í fyrsta sinn misst völdin í þessari hreyfingu . Sennilega er það of einföld söguskýring . Kjör Ragnars Arnalds til formennsku í Alþýðubandalaginu 1968 við formlega stofnun þess sem stjórnmálaflokks kom ekki til vegna þess að hann nyti virks stuðnings allra ráðamanna Sósíalistaflokksins . Einar Olgeirsson var því andvígur en Lúðvík Jósepsson og aðrir áhrifamenn í þessum röðum á þeim tíma á borð við Jónas Árnason voru áfram um að brjóta blað með kjöri ungs manns, sem þar að auki átti sér ekki fortíð í Sósíalistaflokknum . Kannski má segja, að „Arfleifðin“ hafi náð vopnum sínum á ný, þegar Svavar var kjörinn formaður . En hvaða sögu segir pólitísk vegferð Svavars að öðru leyti um stjórnmálaferil hans? Ég staldraði við frásögn hans af umræðum um olíukaup, þegar hann var viðskiptaráðherra af eftirfarandi ástæðum: Á einum áratug urðu tvær meiri háttar hækk anir á heimsmarkaðsverði á olíu á árunum milli 1970 og 1980 . Olíu fram- leiðsluríkin voru að hrista af sér ofur veldi vestrænna olíufélaga og taka í sínar hendur yfirráð yfir eigin auðlindum sem var sjálfsagt . En á þessum tíma var olíufram- leiðsla að hefjast úti fyrir ströndum Noregs og í Norðursjó úti fyrir ströndum Skotlands . Olíuverðshækkanirnar voru þungt áfall fyrir íslenzkt þjóðarbú . Morgunblaðið fór að hreyfa þeirri hugmynd að við keyptum olíu frá Noregi og Bretlandi . Það hlyti að vera ódýrara vegna þess að flutningsleiðin væri margfalt styttri . Þessi skrif komu afar illa við nokkra hagsmunahópa í þjóðfélaginu . Forstjórar olíufélaganna spöruðu ekki stóru orðin . Það er rétt hjá Svavari að einn þeirra líkti skrifum okkar við geðveiki . Einn af þremur talaði við okkur eins og maður . Það Ungir hugsjónamenn koma fram á sjónarsviðið og taka upp baráttu fyrir bættum hag fátæka fólksins á Íslandi . . . Hugsjónamennirnir ungu ánetjast al þjóð legum hreyfingum sósíalista, sem segjast berjast fyrir sömu markmiðum og þar með var fjandinn laus . Þeir gerast ýmist vitandi vits eða án þess að gera sér grein fyrir því tæki alþjóðlegra afla til að seilast til áhrifa á Íslandi . Þeir verða eins konar fimmta herdeild .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.