Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 84

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 84
 Þjóðmál SUmAR 2013 83 uppi málefnalegri um fjöllun um hugsanlegar leiðir til að ná fram lægra inn kaupaverði á olíu . Var þetta eitt af erind um hins nýja alþýðuforingja inn í ríkisstjórn? Svavar lýsir í ævisögu sinni afskiptum sínum af tilraunum Íslands til að fá kjörinn fulltrúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eftir að hann var orðinn sendiherra . Ekki fer á milli mála, að Svavar Gestsson var sem sendiherra í fremstu röð meðal fulltrúa þjóðarinnar á erlendri grund og þess vegna skiljanlegt að til hans væri leitað . En hugmyndin um að leita eftir kjöri í Öryggisráðið sýndi hins vegar að þeir ráðamenn og embættismenn, sem þar komu við sögu voru búnir að missa allt jarðsamband . Þetta var tómt rugl, sem sennilega hefur kostað þjóðina langleiðina í 1000 milljónir, þótt öðru sé að sjálfsögðu haldið fram . Þjóðir leggja í gífurlegan kostnað við að fá fulltrúa í Öryggisráðið og það er ekki á færi rúmlega 300 þúsund manna að taka þátt í þeim leik . Að auki er augljóst að það getur verið vandasamt fyrir smáþjóð að þurfa að taka afstöðu í viðkvæmum deilumálum þjóða í milli . Svavar Gestsson talar hins vegar um það sem sjálfsagðan hlut að hann hafi búið á Hilton-hótelinu í Addis Abeba í Eþíópíu og starfrækt þar eins konar skrifstofu til þess að afla Íslandi fylgis meðal Afríkuþjóða! Hvers konar rugl er þetta? Þess vegna spyr ég með tilvísun til olíu- máls ins, Öryggisráðsins (og út af fyrir sig Icesave, sem Svavar fjallar líka um): Getur verið að hinn ungi, mælski og bar- áttuglaði umbótasinni, sem gekk fram á sjónar sviðið til þess að berjast við kerfið í þágu lítilmagnans hafi snúið við blaðinu og að lokum orðið málsvari þess sama kerfis? En hvað sem slíkum vangaveltum líður er sjálfsævisaga Svavars Gestssonar verðmætt inn legg í samtímasögu okkar . Hún lýsir geð- felld um manni með jákvæða sýn á tilveruna . Sálfræðiferðalag um einn sérstæðasta persónuleika 20 . aldar Frank Brady: Endatafl . Ugla, Reykjavík 2012, 414 bls . Eftir Sigurð Má Jónsson Bobby Fischer (1943–2008) gegnir mik ils verðu hlutverki í íslenskri skák- sögu . Næst á eftir afrekum Friðriks Ólafs- sonar hefur ekkert átt jafn mikinn þátt í því að glæða skákáhuga landsmanna og einvígi aldarinnar sem haldið var í Laugardalshöll 1972 . Það bjó til kynslóð skákmanna hér á landi og efldi skákáhuga landsmanna gríðarlega . Um leið var það landkynning sem Íslendingar höfðu ekki átt að venjast fram að því . Atvik höguðu því þannig síðar að Fischer kom aftur til landsins 2005 og þá fyrir fullt og fast . Hann var þá landlaus maður, ofsóttur og útskúfaður . Það var mikið mannúðarmál að fá Fischer lausan úr japönsku fangelsi og færa honum íslenskan ríkisborgararétt . Heiður þeim sem stóðu að því . Skapbrestir Fischer og versnandi heilsufar mótuðu síðustu æviár hans hér á landi — og þrjóskan og þráhyggjan ollu ótímabærum dauða hans í upphafi árs 2008 . Bobby Fischer hafnaði allri læknisaðstoð og dó á 64 . aldursári, eða um leið og taflreitirnir voru uppurnir . Til að gera endalokin enn undarlegri var Bobby Fischer grafinn í Laugardælakirkjugarði að nóttu til í von um að fá loksins frið fyrir ágangi fjölmiðla . Svo verður líklega seint og í dag er grafreitur hans vinsæll stoppistaður fyrir forvitna ferðamenn og stöku skákpíla gríma . Fischer mun verða endalaus uppspretta fyrir þá sem hafa áhuga á sérkennilegum mönnum og undarlegu lífshlaupi hans . Sá sem þetta skrifar minnist þess að hafa verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.