Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 86
 Þjóðmál SUmAR 2013 85 haldið áfram að tefla hefði hann getað hrundið atlögum að titlinum um nokkurn tíma . Skákmenn spreyta sig enn á því að spá í hversu sterkur skákmaður hann var enda vinsæll samkvæmisleikur þeirra í milli að bera saman skákmenn ólíkra kynslóða . Á bókarkápu segir að Fischer hafi færst að mörkum vitfirringar og það er líklega ekki ofsagt . Ofsóknaræðið og þverlyndið ríður ekki við einteyming . Margt getur þó skýrt það . Hann elst upp hjá einstæðri móður sem á í vandræðum með að ala önn fyrir Bobby og systur hans . Aðstæður eru erfiðar og Regína, móðir Fischers, þarf að glíma við margt um leið og hún reynir sjálf að brjótast til mennta . Hún hefur stöðugar áhyggjur af syni sínum sem hugsar aðeins um skák og er með eindæmum einþykkur í ofanálag . Brady skrifar af smekkvísi og umhyggju um samband þeirra mæðgina sem er ástríkt þó það sé stopult, meðal annars vegna ferðalaga Regínu . Pólitísk fortíð hennar virðist vekja athygli bandarísku alríkislögreglunnar FBI og hún hefur stöðugar áhyggjur af því að vera færð til yfirheyrslu . Barnungur fær Fischer kennslu í að bregðast við slíkum aðstæðum og það hefur án efa ýtt undir ofsóknaræði hans . Segja má að það sé eitt meginstef í lífi Fischers að fólk laðast að honum, fær áhuga á honum og sýnir honum margvíslega vináttu . Að lokum hrekur hann alla frá sér, jafnvel þá sem ekkert vilja honum nema gott eins og á við um sómamanninn Sæmund Pálsson . Lesandinn fær ákveðna samúð með undarlegheitum Fischers en undrast um leið þolinmæði margra samferðamanna hans, sérstaklega þó Boris Spasskys en örlög þeirra félaga eru samtvinnuð á merkilegan hátt . Bókin um Fischer er því öðrum þræði sálfræðiferðalag þar sem einn sérstæðasti persónuleiki 20 . aldarinnar situr í forsæti . Saga hafnfirsks athafnamanns Hrafnkell Ásgeirsson: Tvö högg á tútommuna, góði. Atvinnusaga Ásgeirs G. Stefánssonar bygg­ inga meistara, útgerðarmanns og fram kvæmda­ stjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar . Oddný Mar grét Ragnarsdóttir gaf út, Reykjavík 2012, 140 bls . Eftir Björn Bjarnason Hrafnkell Ásgeirsson hæstaréttar lög-maður hafði lagt lokahönd á bók ina Tvö högg á tútommuna, góði þegar hann kvaddi þennan heim á sjötugasta og fjórða aldursári 10 . júlí 2012 . Hrafnkell barðist í nokkur ár við erfitt krabbamein en milli þess sem hann leitaði sér lækninga kom hann gjarnan snemma morguns í Laugar- dalslaugina, hress og kátur . Áhugamaður um þjóðfélagsmál og viðræðugóður . Hann sagði mér frá vinnu sinni við að afla efnis í þessa bók, sem kölluð er á bókarkápu „athafnasaga Ásgeirs G . Stefánssonar skráð af syni hans“ og „ný bók um gamla Hafnarfjörð“ . Af lestri bókarinnar er ljóst að Hrafnkell hefur lagt sig fram um að afla víða fanga . Í bókinni er ekki aðeins brugðið upp mynd af ævi og störfum Ásgeirs G . Stefánssonar heldur einnig af stórhug og framkvæmdum sem lögðu grunn að Hafnarfirði sem öflugu bæjarfélagi í nágrenni Reykjavíkur . Ásgeir átti þátt í uppbyggingu bæjarfélagsins bæði sem byggingarmeistari og forstjóri bæjar- útgerðarinnar . Hann hafði fingurinn á púlsi bæjarfélagsins í orðsins fyllstu merk ingu og valdist eðlilega til forystu í málefn um þess enda virkur í starfi Alþýðuflokksins sem háði baráttu um meirihluta í bæjar stjórn við Sjálfstæðisflokkinn . Undir niðri í bókinni krauma þungir póli tískir straumar og hún lýsir vel hvernig at vinnulíf og pólitík tvinnaðist saman í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.