Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 87
86 Þjóðmál SUmAR 2013 bæjarfélaginu . Hrafnkell bregður ekki aðeins upp ljóslifandi mynd af föður sínum (1890–1965) heldur einnig móður sinni Sólveigu Björnsdóttur (1905–1998) . Þau voru gefin saman árið 1932, þegar Ásgeir er kominn á fimmtugsaldur . Reisti hann konu sinni myndarlegt steinhús við Brekkugötu 24 í Hafnarfirði . Hrafnkell segir: Ásgeir gaf Sólveigu, konu sinni, húsið til eignar með kaupmála, þegar þau gengu í hjónaband . Sagð ist vera í áhættusömum atvinnu rekstri, á sjálfum kreppu árunum . Hann vildi tryggja konu sinni öryggi . Ásgeir var Alþýðuflokks- maður, einn af forystu- mönnum flokksins í Hafnarfirði […] Björn tengda faðir hans var Sjálf- stæðis maður og sama var að segja um Ragn hildi, tengda- móður hans . Sólveig tók lof orð af eigin manni sínum, áður en þau gengu í hjónaband, að hann reyndi ekki að snúa tengdaforeldrum sínum til „rétts vegar“ í pólitíkinni . Það var ekki reynt, enda stóð Ásgeir ætíð við loforð sín . Þessi lýsing gefur til kynna hina heitu flokksstrauma á þessum árum . Þegar þau Sólveig höfðu verið gift í 10 ár hvatti hún mann sinn til að verða við áskorunum vina sinna um að bjóða sig fram í bæjarstjórn og sat hann þar í tvö kjörtímabil frá 1942 til 1950 . Hart var barist og segir Hrafnkell að fyrir bæjarstjórnarkosningar 1954, þegar hann var á 15 . ári í 1 . bekk í Flensborgarskólanum, hafi hann verið sóttur í tíma til að hitta föður sinn og fleiri Al þýðu flokksmenn í for stjóra skrifstofunni í bæjar útgerðinni . Hrafnkell segir: Sagði faðir minn mér að um bæinn gengi saga sem höfð væri eftir mér, syni hans, að ákveðið hefði verið að reka ákveðinn skipstjóra hjá bæjarútgerðinni eftir næstu bæjarstjórnarkosningar þar sem hann fiskaði ekki nægilega vel . Spurði faðir minn mig að því í áheyrn mættra, hvort það væri rétt að ég hefði sagt þetta . Ég svaraði, að þetta væri ekki satt . Ég hefði ekki sagt þetta enda haft enga hugmynd um þetta . Faðir minn svaraði mér um hæl: „Ég trúi þér, sonur, þú mátt fara .“ […] Þegar ég kom úr skóla þennan dag hitti ég ekki móður mína og voru engin skilaboð hvert hún hefði farið og hvenær hún kæmi . Ég hringdi í föður minn og vissi hann ekkert meira en ég . Móðir mín kom heim um kvöldmatartímann og hafði farið til foreldra sinna, skýrt þeim frá því hvað hefði gerst og tekið af þeim handsalað loforð um að þau myndu ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn þetta árið heldur Alþýðuflokkinn . Þjóðlífsmyndin sem Hrafnkell dregur er ólík þeirri sem við nú þekkjum en þó nær okkur í tíma en hinar miklu og skjótu breytingar, sem orðið hafa, sýna . Hann segir til dæmis frá því að á hverjum fimmtudegi hafi faðir sinn og félagar hans spilað bridge, byrjað að spila klukkan 18 .00 heima hjá einum þeirra, borðað veislumat klukkan 19 .00 og spilað til 23 .00 . Á laugardagskvöldum hafi hins vegar verið spilaður lomber í öðrum klúbbi föður hans, tekið var til við spilamennskuna eftir kvöldmat, eiginkonur sáu um kaffi og meðlæti klukkan 22 .00 og síðan var spilað til miðnættis . Hrafnkell segir að margir og meðal annars eiginkona hans, Oddný Ragnarsdóttir, hafi spurt sig hvernig Sólveig, móðir hans, og aðrar eiginkonur þeirra sem tóku þátt í þessari spilamennsku hafi „getað liðið þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.