Þjóðmál - 01.06.2013, Page 90

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 90
 Þjóðmál SUmAR 2013 89 Bókin skilur því eftir eitt stórt spurn ingar- merki . Eitt er samt víst að mati höfundar: Reglum þarf að fjölga . Þeir sem eru á móti því og smíði nýrra reglna eru hlynntir óbreyttu ástandi, „hversu óréttlátt sem það er að mati sumra“ (bls . 30), og hananú! Engu að síður er það mat höfundar að markaðir virka best og gengur best að uppræta „óæskilega siði”, þegar ekki er hægt að ráðskast með þá (bls . 188) . Má segja að höfundi takist að boða allt frá róttækum kapítalisma til vaxandi sósíalisma á litlum þrjú hundruð blaðsíðunum . Höfundur telur að ströng innflytjenda löggjöf útskýri að stórum hluta hvers vegna íbúar Vesturlanda eru með góð laun og íbúar annarra landa með léleg eða lægri laun . Hann tekur samt skýrt fram að hann vilji ekki liðka til í þeirri löggjöf: „Ríki eiga rétt á að ákveða hve mörgum innflytjendum þau hleypa inn og á hvaða skika vinnumarkaðarins“ (bls . 49) . Eru til „skikar“ á vinnumarkaðinum í frjálsum eða nokkurn veginn frjálsum mark - aðs hagkerfum? Var höfundi hleypt inn á „skika“ háskólaprófessora í Bretlandi? Yrði honum meinað að skúra gólf ef hann óskaði eftir því? Höfundur telur að til dæmis strætis- vagnastjórar í Stokk hólmi í Svíþjóð og í stór- borg á Indlandi eigi að fá sömu laun . Ströng innflytjendalögg jöf ein og sér kemur að miklu leyti í veg fyrir að það sé raunin (bls . 48) . Margar fullyrðingar í bók inni afhjúpa algjört skiln ings leysi höfundar á hlutverki fjármagns . Hagfræði skiln ing ur hans er í senn yfirborðs kenndur og rangur . Hann fjallar mikið um það hvers vegna rík lönd eru rík og fátæk lönd eru fátæk, en hefur engar skýringar á því hvernig lönd verða rík eða urðu fátæk eða tekst ekki að rífa sig upp úr fátæktinni . Bretland og Bandaríkin auðguðust til dæmis „vegna“ verndar stefnu, ríkisaðstoðar og annarra ríkis afskipta (bls . 88), en áður er staðhæft að Bretar hafi gefið „alla verslun frjálsa“ (bls . 117) . Hvort var það? Fátæk lönd eru að sögn höfundar fátæk vegna skorts á „nútímalegum fyrirtækjum“ (bls . 189), en þau eiga helst ekki að vera erlend og erlendri fjárfestingu á helst að setja miklar skorður (bls . 111), því að það eru innlendu fyrirtækin sem gera „það sem kemur best út fyrir . . . eigin hagkerfi“ (bls . 113), að því gefnu að vel takist til að „útvega sér“ fjármagn (bls . 198) til að koma þeim á koppinn . Þegar slíkum fyrir- tækjum hefur verið komið á laggirnar á svo að selja þau til útlendinga (bls . 111) . Engu að síður gera fyrirtæki allt sem þau geta til að auka hagnað sinn „jafnvel þótt það skaði heimalandið“ (bls . 103), enda „hætt að sýna minnstu þjóðernishollustu“ (bls . 103), þótt þau séu haldin, að mati höfundar, „heimalandsslagsíðu“ (bls . 105) á ýmsum sviðum . Er röksemdafærslan þá ekki komin í heilan hring eða jafnvel tvo? Það væri ekki í fyrsta skipti í þessari bók . Skilningsleysi höfundar á því hvers vegna fátæk lönd eru fátæk kemur á óvart þar sem höfundur er Suður-Kóreumaður . Suður- Kóreu tókst að rífa sig upp úr fátækt á tiltölu- lega stuttum tíma og er í dag eitt ríkasta land jarðar . Höfundur þakkar það áætlanagerð hins opinbera og því að sterkir stjórnmála- menn hafi náð að brjóta á bak aftur andspyrnu afturhaldssinnaðra stuðningsmanna hins frjálsa framtaks . Þar var jú stunduð „leið bein- andi áætlunargerð“ (bls . 241) af yfirvöldum

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.