Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 90

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 90
 Þjóðmál SUmAR 2013 89 Bókin skilur því eftir eitt stórt spurn ingar- merki . Eitt er samt víst að mati höfundar: Reglum þarf að fjölga . Þeir sem eru á móti því og smíði nýrra reglna eru hlynntir óbreyttu ástandi, „hversu óréttlátt sem það er að mati sumra“ (bls . 30), og hananú! Engu að síður er það mat höfundar að markaðir virka best og gengur best að uppræta „óæskilega siði”, þegar ekki er hægt að ráðskast með þá (bls . 188) . Má segja að höfundi takist að boða allt frá róttækum kapítalisma til vaxandi sósíalisma á litlum þrjú hundruð blaðsíðunum . Höfundur telur að ströng innflytjenda löggjöf útskýri að stórum hluta hvers vegna íbúar Vesturlanda eru með góð laun og íbúar annarra landa með léleg eða lægri laun . Hann tekur samt skýrt fram að hann vilji ekki liðka til í þeirri löggjöf: „Ríki eiga rétt á að ákveða hve mörgum innflytjendum þau hleypa inn og á hvaða skika vinnumarkaðarins“ (bls . 49) . Eru til „skikar“ á vinnumarkaðinum í frjálsum eða nokkurn veginn frjálsum mark - aðs hagkerfum? Var höfundi hleypt inn á „skika“ háskólaprófessora í Bretlandi? Yrði honum meinað að skúra gólf ef hann óskaði eftir því? Höfundur telur að til dæmis strætis- vagnastjórar í Stokk hólmi í Svíþjóð og í stór- borg á Indlandi eigi að fá sömu laun . Ströng innflytjendalögg jöf ein og sér kemur að miklu leyti í veg fyrir að það sé raunin (bls . 48) . Margar fullyrðingar í bók inni afhjúpa algjört skiln ings leysi höfundar á hlutverki fjármagns . Hagfræði skiln ing ur hans er í senn yfirborðs kenndur og rangur . Hann fjallar mikið um það hvers vegna rík lönd eru rík og fátæk lönd eru fátæk, en hefur engar skýringar á því hvernig lönd verða rík eða urðu fátæk eða tekst ekki að rífa sig upp úr fátæktinni . Bretland og Bandaríkin auðguðust til dæmis „vegna“ verndar stefnu, ríkisaðstoðar og annarra ríkis afskipta (bls . 88), en áður er staðhæft að Bretar hafi gefið „alla verslun frjálsa“ (bls . 117) . Hvort var það? Fátæk lönd eru að sögn höfundar fátæk vegna skorts á „nútímalegum fyrirtækjum“ (bls . 189), en þau eiga helst ekki að vera erlend og erlendri fjárfestingu á helst að setja miklar skorður (bls . 111), því að það eru innlendu fyrirtækin sem gera „það sem kemur best út fyrir . . . eigin hagkerfi“ (bls . 113), að því gefnu að vel takist til að „útvega sér“ fjármagn (bls . 198) til að koma þeim á koppinn . Þegar slíkum fyrir- tækjum hefur verið komið á laggirnar á svo að selja þau til útlendinga (bls . 111) . Engu að síður gera fyrirtæki allt sem þau geta til að auka hagnað sinn „jafnvel þótt það skaði heimalandið“ (bls . 103), enda „hætt að sýna minnstu þjóðernishollustu“ (bls . 103), þótt þau séu haldin, að mati höfundar, „heimalandsslagsíðu“ (bls . 105) á ýmsum sviðum . Er röksemdafærslan þá ekki komin í heilan hring eða jafnvel tvo? Það væri ekki í fyrsta skipti í þessari bók . Skilningsleysi höfundar á því hvers vegna fátæk lönd eru fátæk kemur á óvart þar sem höfundur er Suður-Kóreumaður . Suður- Kóreu tókst að rífa sig upp úr fátækt á tiltölu- lega stuttum tíma og er í dag eitt ríkasta land jarðar . Höfundur þakkar það áætlanagerð hins opinbera og því að sterkir stjórnmála- menn hafi náð að brjóta á bak aftur andspyrnu afturhaldssinnaðra stuðningsmanna hins frjálsa framtaks . Þar var jú stunduð „leið bein- andi áætlunargerð“ (bls . 241) af yfirvöldum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.