Þjóðmál - 01.06.2013, Page 93
92 Þjóðmál SUmAR 2013
sérstaklega góð sem fræðirit . Margar betri
og frumlegri bækur hafa verið gefnar út .
Hugsanlega kemur tvennt til: Hagfræðin
í bókinni er „mainstream“, þ .e . fylgir
hinum „viðurkenndu“ línum hagfræðinga
um orsök og afleiðingar, tengsl og vensl,
aðgerðir og eftirköst . Neysla er hagvöxtur,
peningaprentun (eða verðbólga) getur aukið
verðmætasköpun og seðlabankar björguðu
heiminum frá glundroða eftir hrunið haustið
2008 eins og þeir gerðu árið 1929 (bls . 289) .
Sprenglærðir hagfræðingar ríkisháskóla
og opinberra stofnana hafa ekkert út á
hagfræðiskilning höfundar að setja . „Enginn“
þeirra hagfræðinga sem höfundur þekkir
til sá fyrir hrunið (bls . 285), en samt skal
hagfræði þeirra hampað .
Hugsanleg ástæða þeirrar athygli sem
þessi bók hefur hlotið er svo einmitt stærsti
veikleiki hennar: Hin handahófskennda, mót -
sagnakennda og óskipulagða rök semda færsla
sem höfundur býður upp á . Les and inn fær
það á tilfinninguna að hægt sé að vera með og
á móti sömu hlutum, jafnvel á sama tíma, án
þess að neitt sé athugavert við það . Fjármagni
má bæði verja í neyslu (og fá fram hagvöxt),
en líka sóa í neyslu (svo að ekkert verður eftir
til fjárfestinga) . Seðlabankar eiga að fá að
bjarga heiminum með peningaprentun, en
„aukning fjármunaeigna“ er engu að síður
slæm og gerir bankana of nýjungagjarna og
leikglaða . Er ekki þægilegt að lesa bók sem
réttlætir nánast hvaða skoðun sem er, jafnvel
tvær um sama málefni, án þess að nokkuð sé
athugavert við það?
Hnignun hagfræðinnar sem fræðigreinar
er ekki ný á nálinni . Sú hnignun hófst
að margra mati fyrir alvöru þegar „ofur-
hagfræðingurinn“ Keynes gaf út fræga
bók sína árið 1936 (The General Theory
of Employment, Interest and Money) sem
gaf ríkisvaldinu fræðilega afsökun til að
leggja smátt og smátt undir sig hagkerfið .
Ríkisvaldið víðast hvar greip það tækifæri
á lofti og tók sér það vald að geta prentað
peninga ofan á rýrnandi forða af góðmálm-
um og verða sér þannig úti um nýjan tekju-
stofn fyrir utan beina skattheimtu; verð-
bólguna . Peningaprentunarvaldið verður
ekki tekið svo auðveldlega af ríkisvaldinu,
en einmitt af þeirri ástæðu er mikilvægt að
koma ríkinu úr þessari starfsemi .
Öngstræti hagfræðinnar hafa afvegaleitt
stjórn málamenn í næstum 100 ár og afleið -
ingarnar hafa verið hrikalegar fyrir almenn-
ing allan . Kaupmáttur peninga okkar rýrnar
sífellt, og peningaframleiðslu er stöðugt
hraðað til að viðhalda áhrifum hennar,
og okkur talin trú um að það sé til þess
fallið að tryggja „stöðugleika“ og forða
okkur frá miklum sveiflum í hagkerfinu .
Fjármála kreppur skella reglulega á og með
aukinni tíðni og síversnandi afleiðingum .
Verðbólga étur upp sparnað okkar, skekkir
alla útreikninga á fjárfestingum, færir stjórn-
málamönnum mikil völd og gerir hagkerfið
allt háð nýprentuðu fé því að enginn sparn-
aður er til staðar fyrir fjárfestingar .
Alla þessa hagfræði hefur höfundur étið
hráa og boðar lesendum sínum aukin ríkis-
afskipti, meiri peningaprentun, fleiri regl-
ur, höft á fjárfestingar og fjármagnsflutn-
inga, aukin umsvif hins opinbera, stofnun
ríkisfyrirtækja, hærri tolla, aukinn tilflutn-
ing á fé úr vösum þeirra sem þess afla og í
vasa einhverra annarra og ríkismataraðstoð,
svo að fátt eitt sé nefnt . Er þá línan milli
höfundar sem kallar sig umbótasinnaðan
kapítalista og yfirlýstra sósíalista orðin ansi
þunn .
Bókin 23 atriði um kapítalisma sem enginn
segir okkur frá gefur okkur kærkomið tæki-
færi til að henda ranghugmyndum og sósíal-
isma í gervi umbótatillagna í ruslatunn-
una og snúa aftur á braut traustra peninga,
hagfræðikenninga sem skýra meira en þær
rugla og aðskilnaði ríkisvalds og hagkerfis,
þ .e . skattheimtu og peningaprentunar .