Þjóðmál - 01.06.2013, Page 97

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 97
96 Þjóðmál SUmAR 2013 en Hæstiréttur gæti heimilað áfrýjun til sín sem lokadómstigs ef um væri að ræða fordæmisgildandi mál og mál sem vörðuðu stjórnskipanina . Ennfremur ætti að fella úr gildi allar takmarkanir á áfrýjun mála frá fyrsta til annars dómstigs, svo sem hið fáránlega ákvæði um að ekki megi áfrýja málum ef sekt er innan tiltekins lágmarks . Ekki sýnist til bóta að láta Alþingi skipta sér af skipan hæstaréttardómara . Hreinlegast virðist að hafa þann háttinn á að fagleg nefnd (utan Hæstaréttar) úrskurði hvort umsækjendur teljist hæfir eða ekki og að ráðherra hafi síðan frjálsar hendur um hvern hann velur úr hópi hinna hæfu . Þá sýnast tillögur Jóns Steinars um ný vinnubrögð við samningu dóma óþarfar þegar búið verður að stofna millidómsstig og gera Hæstarétt aftur að raunverulegum hæstarétti . Það er sjaldan til gagns að setja nákvæmar reglur um slíka hluti . Jón Steinar rökstyður mál sitt með skýr- um og afdráttarlausum hætti . Hann er ritfær í besta lagi og honum er einstaklega lagið að gera flókin álitaefni auðskilin . Það kemur því á óvart að hann skuli stundum bregða fyrir sig óþörfu lagaslangri . Skammstafanirnar DL og EML koma til dæmis nokkrum sinnum fyrir og rugla almenna lesendur í ríminu, en DL mun vera skammstöfun á „dómstólalögum“ og EML á „lögum um meðferð einkamála“ . Góð ritstjórn hefði upprætt þennan ósóma úr textanum . Skemmtilegar teikningar Gunnlaugs SE Briem setja svip sinn á kverið og lífga upp á lesturinn . Kápumyndin er hins vegar ekki eins vel heppnuð . Rétt er að geta þess að höf und ur hefur sett kverið (veikburda_ haestirettur .pdf ) á lén Landsbóka safns Íslands — rafhladan .is — og er öllum heimilt að sækja það þangað án endur- gjalds . Jón Steinar býr að mikilli reynslu, en auk þess að sitja í Hæstarétti í átta ár var hann, sem kunnugt er, einn þekkt asti málflutningsmaður lands ins um aldar- fjórðungsskeið . Það er því mikill fengur að bók um þessi efni frá slíkum manni . Ef allt væri með felldu ættu tillögur Jóns Steinars að leiða til mikillar opinberrar umræðu og í framhaldinu til gagngerra breytinga á dómstólakerfi landsins . En þar sem Jón Steinar á ekki upp á pallborðið hjá ráðandi klíku í lagaheiminum er allt eins víst að hann tali fyrir daufum eyrum . Jón Steinar lýsir þessari klíku sem hópi manna er hafi hreiðrað um sig sem ráðandi afl í dómsýslunni og hafi nánast alræðisvald um starfshætti við dóm stóla, réttarfarsreglur eða skipun nýrra dóm ara . Hvaða fólk er þetta? Jón Steinar nefnir engin nöfn en býr svo um hnútana að kollegar hans vita gjörla um hverja hann er að tala . Af hverju má sauðsvartur al- múginn ekki vita það? Það er þó sauð- svartur almúginn sem leggur Jóni Steinari og öðrum hæstaréttardómurum til há laun til æviloka . Og ástand réttar farsins í landinu varðar sauðsvartan almúg ann miklu meira en hálaunaða lög fræð inga . Það er erfitt fyrir almenna lesendur, sem eru ekki innvígðir og innmúraðir í laga- heiminum, að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti ráðandi klíka í klúbbnum fína við Lindar götu hafi misbeitt áhrifa valdi sínu eða komið ósæmilega fram í einstökum tilvikum . Heyrst hafa sögur um að sumir hæsta réttar dóm aranna hafi komið mjög illa fram við þá sem skipaðir hafa verið í réttinn í óþökk klíkunnar . Ef rétt er hermt er það þeim auðvitað til skammar og van sæmd ar . En til að átta sig á slíku þarf meira að koma til en hálfkveðnar vísur . Upp á borð með svínaríið, Jón Steinar!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.