Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 97

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 97
96 Þjóðmál SUmAR 2013 en Hæstiréttur gæti heimilað áfrýjun til sín sem lokadómstigs ef um væri að ræða fordæmisgildandi mál og mál sem vörðuðu stjórnskipanina . Ennfremur ætti að fella úr gildi allar takmarkanir á áfrýjun mála frá fyrsta til annars dómstigs, svo sem hið fáránlega ákvæði um að ekki megi áfrýja málum ef sekt er innan tiltekins lágmarks . Ekki sýnist til bóta að láta Alþingi skipta sér af skipan hæstaréttardómara . Hreinlegast virðist að hafa þann háttinn á að fagleg nefnd (utan Hæstaréttar) úrskurði hvort umsækjendur teljist hæfir eða ekki og að ráðherra hafi síðan frjálsar hendur um hvern hann velur úr hópi hinna hæfu . Þá sýnast tillögur Jóns Steinars um ný vinnubrögð við samningu dóma óþarfar þegar búið verður að stofna millidómsstig og gera Hæstarétt aftur að raunverulegum hæstarétti . Það er sjaldan til gagns að setja nákvæmar reglur um slíka hluti . Jón Steinar rökstyður mál sitt með skýr- um og afdráttarlausum hætti . Hann er ritfær í besta lagi og honum er einstaklega lagið að gera flókin álitaefni auðskilin . Það kemur því á óvart að hann skuli stundum bregða fyrir sig óþörfu lagaslangri . Skammstafanirnar DL og EML koma til dæmis nokkrum sinnum fyrir og rugla almenna lesendur í ríminu, en DL mun vera skammstöfun á „dómstólalögum“ og EML á „lögum um meðferð einkamála“ . Góð ritstjórn hefði upprætt þennan ósóma úr textanum . Skemmtilegar teikningar Gunnlaugs SE Briem setja svip sinn á kverið og lífga upp á lesturinn . Kápumyndin er hins vegar ekki eins vel heppnuð . Rétt er að geta þess að höf und ur hefur sett kverið (veikburda_ haestirettur .pdf ) á lén Landsbóka safns Íslands — rafhladan .is — og er öllum heimilt að sækja það þangað án endur- gjalds . Jón Steinar býr að mikilli reynslu, en auk þess að sitja í Hæstarétti í átta ár var hann, sem kunnugt er, einn þekkt asti málflutningsmaður lands ins um aldar- fjórðungsskeið . Það er því mikill fengur að bók um þessi efni frá slíkum manni . Ef allt væri með felldu ættu tillögur Jóns Steinars að leiða til mikillar opinberrar umræðu og í framhaldinu til gagngerra breytinga á dómstólakerfi landsins . En þar sem Jón Steinar á ekki upp á pallborðið hjá ráðandi klíku í lagaheiminum er allt eins víst að hann tali fyrir daufum eyrum . Jón Steinar lýsir þessari klíku sem hópi manna er hafi hreiðrað um sig sem ráðandi afl í dómsýslunni og hafi nánast alræðisvald um starfshætti við dóm stóla, réttarfarsreglur eða skipun nýrra dóm ara . Hvaða fólk er þetta? Jón Steinar nefnir engin nöfn en býr svo um hnútana að kollegar hans vita gjörla um hverja hann er að tala . Af hverju má sauðsvartur al- múginn ekki vita það? Það er þó sauð- svartur almúginn sem leggur Jóni Steinari og öðrum hæstaréttardómurum til há laun til æviloka . Og ástand réttar farsins í landinu varðar sauðsvartan almúg ann miklu meira en hálaunaða lög fræð inga . Það er erfitt fyrir almenna lesendur, sem eru ekki innvígðir og innmúraðir í laga- heiminum, að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti ráðandi klíka í klúbbnum fína við Lindar götu hafi misbeitt áhrifa valdi sínu eða komið ósæmilega fram í einstökum tilvikum . Heyrst hafa sögur um að sumir hæsta réttar dóm aranna hafi komið mjög illa fram við þá sem skipaðir hafa verið í réttinn í óþökk klíkunnar . Ef rétt er hermt er það þeim auðvitað til skammar og van sæmd ar . En til að átta sig á slíku þarf meira að koma til en hálfkveðnar vísur . Upp á borð með svínaríið, Jón Steinar!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.