Þjóðmál - 01.12.2013, Side 35

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 35
34 Þjóðmál VETUR 2013 Atli Harðarson Til varnar íhaldssemi í menntamálum Þeir sem tjá sig um skólamál virðast margir gera ráð fyrir að tilgangur framhaldsskóla og háskóla sé að þjóna at- vinnu lífinu . Þessari nýstárlegu mennta- stefnu fylgja æði oft hugmyndir í þá veru að: 1) Þeir sem hafa meiri skólagöngu eigi að hafa forgang að störfum og hærri laun . 2) Menntun sé eftirsóknarverð vegna þess að hún auki tekjur manna eða bæti samkeppnisstöðu þeirra á vinnumarkaði . 3) Í skólum eigi menn einkum að læra það sem gagnast í vinnu . Því síðasttalda tengist stundum trú á að hægt sé að læra til flestra eða allra starfa í skóla og heppilegt sé að fyrir sem flest störf séu til námsbrautir sem búa menn undir að vinna þau . Þessar skoðanir eru vitaskuld ekki algerlega úr lausu lofti gripnar . Það eru sannleikskorn í þeim . Þær eru þó, eins og ýmis annar hálfsannleikur, varhugaverðar ef þær eru teknar bókstaflega og taldar segja allt sem segja þarf . Fjaðrir páfuglsins og hálfsannleikur númer eitt Lítum fyrst á þá skoðun sem talin er í lið númer eitt . Áhersla á að lengri skólaganga tryggi betri laun og forgang í störf helst í hendur við vaxandi sókn í hærri og hærri prófgráður og stöðugt gengisfall þessara sömu prófgráða . Einu sinni voru kennarar í grunnskólum, sem þá voru kallaðir barnaskólar, með menntun á framhaldsskólastigi . Árið 1971 var nám þeirra fært á háskólastig og farið fram á bachelorsgráðu til að verða kennari . Lög um menntun og ráðningu kennara frá 2008 krefjast þess að kennarar hafi fimm ára háskólanám sem endar með mastersgráðu . Svipaða sögu má segja um margar aðrar stéttir . Það er til dæmis ekkert langt síðan fjölmörg störf sem nú krefjast menntunar í viðskiptafræði á háskólastigi voru unnin af fólki með próf úr Samvinnuskólanum eða Verzlunarskólanum . Skýringin á þessum kröfum um hærri prófgráður er vafalaust að nokkru leyti að nú er þörf á meiri þekkingu og kunnáttu í sumum starfsgreinum . En mér sýnist næsta

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.