Þjóðmál - 01.12.2013, Page 40

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 40
 Þjóðmál VETUR 2013 39 sem eru að minnsta kosti þess virði að ræða . Önnur gerðin horfir einkum til nemandans og gerir ráð fyrir að menntun sé safn mannkosta sem eflast með lærdómi, tilsögn, rökræðu, þjálfun eða æfingu . Hin leggur áherslu á að miðla menningararfi . Talsmenn fyrrnefnda viðhorfsins telja gjarna mest um vert að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun og fleiri vitsmunalegar dyggðir en talsmenn þess síðara leggja oftast áherslu á þekkingu, skilning eða getu á sviði vísinda, fræða, lista, tækni eða íþrótta . Ég held að í báðum þessum hugmyndum sé sannleikur fólginn . Líklega á menntun í senn að efla mannkosti og miðla menningararfi og ef þetta tekst mun þjóðlífið allt, og efnahagslífið þar á meðal, að öllum líkindum njóta góðs af, bæði í bráð og lengd . Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með frétta-mönnum og álitsgjöfum þegar þeir tala um stjórn mál og Konur . Sérstaklega þegar þeir tala um Konur og Sjálfstæðisflokkinn . Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær varð niður- staðan sú að af sjö efstu eru fjórar konur og þrír karlmenn . Svo vildi hins vegar til að karlarnir þrír náðu þremur efstu sætunum en konurnar náðu sæt- um fjögur til sjö . Fyrst þannig fór, leggja frétta menn og álitsgjafar áherslu á þrjú efstu sætin . Í sjónvarpsþætti í Ríkissjónvarpinu í morgun sagði Heiða Kristín Helgadóttir, „stjórnarformaður Bjartrar framtíðar“, að það væri „skelfilegt“ að karlar yrðu í þremur efstu sætum hjá Sjálfstæðisflokknum . Sú niðurstaða er þó lýðræðisleg útkoma í mörg þúsund manna prófkjöri . Í síðustu borgarstjórnarkosning- um bauð fram „Besti flokkurinn“, og þar var ekki valið á lista í prófkjöri heldur á lokuðum fundi nokkurra manna . Þar var niðurstaðan sú að í efsta sæti var valinn Jón Gnarr Kristinsson, í annað sæti Einar Örn Bene diktsson og í þriðja sæti Óttarr Proppé . Af sjö efstu hjá „Besta flokknum“ voru fimm karlmenn en tvær konur . Kosningastjóri flokksins var Heiða Kristín Helga dóttir, síðar aðstoðarmaður borgarstjóra . Ef horft er á „Besta flokkinn“ árið 2010 og Sjálf- stæðisflokkinn samkvæmt prófkjörinu í gær, þá eru sömu kynjahlutföll í þremur efstu sætunum . Af sjö efstu sætunum er Sjálfstæðisflokkurinn með fjórar konur en „Besti flokkurinn“ tvær . Ekki er vitað hvort Heiðu Kristínu finnst þetta einnig skelfilegt hjá „Besta flokknum“, því hún var ekki spurð í þættinum . Sá munur er svo auðvitað á flokkunum að hjá Sjálf stæðisflokknum er einfaldlega byggt á lýðræðis- legri útkomu í prófkjöri, þar sem enginn getur vitað niður stöðuna fyrirfram . Hjá „Besta flokknum“ var listinn bara ákveðinn bak við lokaðar dyr, enda er „Besti flokkurinn“ fulltrúi nýrra tíma, lýðræðis og gegnsæis, gegn flokksræði og foringjaræði . Raunar heldur skelfingin áfram, því þingmenn Bjartrar framtíðar eru sex . Þar af eru fjórir karlmenn . Menn ættu að forðast að segja Heiðu Kristínu frá því . Hvenær ætli komi að því að fólk hætti þessari kynja- talningu? Það á ekki að meta einstaklinga eftir kynferði þeirra . Öll kynjatalning er í raun ósk um að farið verði að gera upp á milli fólks eftir kynferði þess . Í hvert sinn sem fréttamenn og álitsgjafar byrja á söngnum um kynjahlutföll, eru þeir að þrýsta á að byrjað verði að mismuna mönnum raunverulega eftir kyni . En fréttamenn gera þá stundum undantekningar á kynjaáhyggjum sínum . Skemmtilegt dæmi var vorið 2006 . Þá hélt Samfylkingin í Reykjavík prófkjör og meðal þátttakenda var þáverandi borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir . Hún sóttist auðvitað eftir fyrsta sæti . Það gerðu hins vegar einnig tveir karl menn, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Haf­ stein, sem verið hafði í fyrsta sæti fjórum árum áður . Svo fór að Dagur B . Eggertsson náði efsta sætinu en ekki Steinunn borgarstjóri . Ríkisútvarpið hafði engar áhyggjur af því að þarna færi kona halloka . Sama kvöld og konan Steinunn borgarstjóri missti af efsta sætinu til karlmannsins Dags B . Eggertssonar sagði Ríkissjónvarpið ekki eitt orð í þá veru að nú væri „sótt að konu“ . Ekki orð um að Samfylkingin „treysti ekki konum“ . En í sama fréttatíma sagði Ríkis sjónvarpið þrívegis að konur væru „ekki nema“ svo og svo hátt hlutfall efstu manna í prófkjöri Sjálf stæðis flokksins á Ísafirði, sem fram fór daginn áður . Helgarsprokið, Vef-ÞjóðViljinn 17 . nóvember 2013 . Konur, fréttamenn og álitsgjafar . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.