Þjóðmál - 01.12.2013, Side 46

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 46
 Þjóðmál VETUR 2013 45 lýsa skoðun . Sjálfskipaðar glóperur elít- unnar skildu sneiðina og gáfu samþykki sitt með smell á læk . Stjórnarskráin íslenska er ekki eins af-dráttarlaus hvað varðar tjáningarfrelsið og sú bandaríska, sem hreinlega leggur blátt bann við að þingið hefti á nokkurn hátt ákvæði fyrsta viðaukans um trúfrelsi, tjáningarfrelsi eða frjálsa fjölmiðlun . Engu að síður heitir stjórnarskráin Íslendingum því í 73 . gr . að: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi .“ Meðfram þessu tryggir stjórnarskráin ennfremur að hinn ákærði, hversu lélegt eintak af manni sem hann er, eigi rétt á réttlátri málsmeðferð . Nokkuð sem fylgir ekki þegar dómstóll götunnar, undir áeggjan „rétttrúnaðarkirkjunnar“, kveður upp sinn dóm . Svo var einnig raunin þegar stjórnarmaðurinn í Ríkisútvarpinu tíndi til og nafngreindi staulana sem ekki mega hafa skoðun . Þeir eru réttlausir því brot þeirra beinast gegn rétttrúnaðinum; þeir eru villutrúarmenn . Einn lýsti skoðun á „helgigöngu“ stjórnarmannsins, sem hann taldi of klámfengna til að hæfa ungum börnum . Hýðum hann! Annað óbermið að mati stjórnarmannsins skal ekki tjá trú sína í heyranda hljóði né reyna að koma við vörnum þótt mannréttindi samkvæmt 65 . gr ., 70 . gr . og ekki síst 73 . gr . stjórnarskrár- innar hafi verið brotin á honum . Brennum hann! Sá þriðji viðhafði ónærgætið orðaval sem túlkað var af rétttrúnaðarhreyfingunni sem hatursorðræða og hvatning til nauðg- unar . Látið var reyna á og maðurinn kærður . Ekki reyndist grundvöllur fyrir kærunni og má þakka það stjórnarskránni sem tryggir réttláta málsmeðferð, þ .e . að: „[engum] verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum“ . En rétttrúnaðurinn segir: Hengjum hann! Allir þrír eru sekir í augum hins löglausa dómstóls rétttrúnaðarins . Þeir hafa glatað árum úr lífi sínu — misst mannorð sitt og möguleika til til að afla lífsviðurværis . E n þótt háskólar á Íslandi hafi ekki reynt að setja nemendum skrifl eg ar rétt trúnaðarreglur, þá hafa ekki allir riðið feit um hesti frá viðs kipt unum við rétt- trún aðinn . Pólitískur skoðana ágrein ingur er oftast rót illindanna innan háskóla sam- félagsins . Hefur prófessor Hannes Hólm- steinn Gissurarson ekki farið var hluta af því . Hafa ýmsir, innan sem utan Háskóla Íslands, haft horn í síðu hans og má oft greina óminn af átökunum út fyrir veggi skólans . Svo var um nýlegt dæmi sem kom upp í kjölfar viðtals sem birtist í út varps- þættinum Speglinum, þar sem Hannes var Þ ótt háskólar á Íslandi hafi ekki reynt að setja nem- endum skrifl eg ar rétt trúnaðar- reglur, þá hafa ekki allir riðið feit um hesti frá viðs kipt unum við rétt trún aðinn . Pólitískur skoðana- ágrein ingur er oftast rót illindanna innan háskóla sam félagsins . Hefur prófessor Hannes Hólm steinn Gissurarson ekki farið var hluta af því . Hafa ýmsir, innan sem utan Háskóla Íslands, haft horn í síðu hans og má oft greina óminn af átökunum út fyrir veggi skólans . Svo var um nýlegt dæmi sem kom upp í kjölfar viðtals sem birtist í útvarpsþættinum Speglinum . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.