Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 48

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 48
 Þjóðmál VETUR 2013 47 greiðsla fengist í málinu . Fellur þetta mál eins og flís við rass þeirra mála sem Greg Lukianoff hefur verið að fást við, því þegar rétttrúnaðinn skortir rök og lagaheimildir, þá þykist hann hvergi nálægt hafa komið . En Jón Baldvin er litskrúðugur maður og því hlaut málið að fara víða, enda saga til næsta bæjar þegar stjórnmálatröllið og hagfræðingurinn Jón Baldvin er útilokaður frá háskólakennslu vegna kvennamála . Rötuðu deilurnar í dagblöðin enda ekki á hverjum degi sem svo feitan bita rekur á fjörur fréttamanna . Femínistar úti í bæ gripu boltann á lofti og heimtuðu að manninum yrði vísað á dyr skólans . Umhyggja fyrir ætluðum fórnarlömbum kynferðislegs áreitis var sögð ástæðan . Jóni var úthýst og kom það utanaðkomandi undarlega fyrir sjónir . Næst því að upplýsa málið komst nornin Eva Hauksdóttir sem kann sitthvað fyrir sér . Hún tók ekki bara saman umfjöllun um málið í fréttamiðlum heldur skyggndist hún á bak við tjöldin, leitaði skýringa beint frá félagsvísindadeild, þar sem kómedían var upphaflega sviðsett . Var þá bréf, sem sagt var vera upphaf ólátanna og borist hafði frá kynjafræðideild skólans, gufað upp og vildi deildin ekkert kannast við þá aðkomu . Meðan annað kemur ekki í ljós standa þessi orð Evu: „Komi ekki haldbetri skýringar fram en þær sem þar fengust verður að líta svo á að félagsvísindadeild sé stjórnað af harðlínufemínistum sem blogga út í bæ .“ Fyrir frammistöðuna gæti Eva Hauksdóttir hins vegar átt fyrir sér frækinn feril hjá FIRE, leitist hún eftir því . Ísland sker sig ekki frá öðrum vestrænum ríkjum hvað varðar rétttrúnað . Það sem dæmin hér að ofan sýna er sú myrkvun hugans sem gerir gagnrýna hugsun að fyrsta fórnarlambinu . Einsleitni er það sem koma skal; ein skoðun, ein trú, einn vilji . Það má líkja rétttrúnaðarkirkjunni við kaþólsku kirkjuna á hinum myrku miðöldum þegar menn voru brenndir fyrir skoðanir sem samrýmdust ekki bókstaf kirkjunnar . Brennur nútímans fara fram á klíkufundum, í bakherbergjum, á veraldarvefnum og í fjölmiðlum . Það er því ekki tilviljun að Jonathan Rauch beinir orðum sínum að rannsóknarréttinum sem með rógi og dylgjum leggur starfsferil „trúlausra“ í rúst og undantekningarlaust dæmir hinn seka í ævilangt bann til að afla sér tekna . Ekkert minna . En á þá ekki að hlusta á ákall rétttrúnaðarins um umhyggju og nærgætni fyrir tilfinningum annarra? Jú, að því marki að ákallið sé sprottið af kærleika en sé ekki aðferð til að skapa sjálfum sér rými . Margboðuð umhyggja rétttrúnaðarins inniheldur ekki raunverulega umhyggju . Hún er sértæk aðgerð til að leggja vilja manneskjunnar undir hugmyndafræði sína . Hún er því bæði svikul og harðneskjuleg því að hún hefur ekkert hjarta . E insleitni er það sem koma skal; ein skoðun, ein trú, einn vilji . Það má líkja rétt- trúnaðarkirkjunni við kaþólsku kirkjuna á hinum myrku miðöldum þegar menn voru brenndir fyrir skoðanir sem samrýmdust ekki bókstaf kirkjunnar . Brennur nútímans fara fram á klíkufundum, í bakherbergjum, á veraldar- vefnum og í fjölmiðlum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.