Þjóðmál - 01.12.2013, Page 54

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 54
 Þjóðmál VETUR 2013 53 erlendu vísindafólki til landsins) . Og ljóst er að stefna stjórnvalda hefur alltaf verið að sjálfsagt sé að slíkt starf fari fram í landinu . Í því ljósi er afar merkilegt að skoða annars vegar yfirlýsta stefnu stjórnvalda, og hins vegar framkvæmdirnar . Þar kemur í ljós sami tvískinnungurinn og hjá forystu HÍ — glæsileg stefna í orði, en þveröfugar aðgerðir á borði . Árið 2003 var sett á stofn Vísinda- og tækniráð . Í ráðinu sitja fjórir ráðherrar, þeirra á meðal forsætis- og menntamálaráðherra, og er forsætisráðherra formaður . Það ætti því að mega taka trúanlega þá yfirlýsingu um tilganginn sem ráðinu er markaður í lögum, nefnilega að „Stefna stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum skal mörkuð af Vísinda- og tækniráði til þriggja ára í senn“ . Óhætt er að segja að yfirlýst stefna ráðsins, þau tíu ár sem það hefur starfað, hafi alltaf falið í sér að samkeppnissjóðir, sem fjármagna rann- sóknir, skyldu efldir til muna, á kostnað beinna fjárveitinga til háskóla (en ekkert raun verulegt eftirlit hefur verið haft með notkun skólanna á því fé) . Þrátt fyrir þessa yfirlýstu stefnu hafa sam keppnissjóðirnir ekkert verið efldir, í sam an burði við beinar fjárveitingar til há- skól anna, öll þessi ár . Þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á þessu eru mennta- mála ráðherrar á hverjum tíma, því þótt for sætis ráðherra sé formaður Vísinda- og tækni ráðs heyrir starfsemi þess að öðru leyti undir menntamálaráðuneytið, auk þess sem það er menntamálaráðherra sem ber ábyrgð á háskólakerfinu . Það er því sérstak- lega athyglisvert að skoða pólitíska stefnu og yfirlýsingar þessara ráðherra, og flokka þeirra . Í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2005 segir: Samkeppni um opinbert fjármagn til rann sókna og tækniþróunar hvetur til skil virkni og skilgreinir takmark og til- gang þeirra betur en fastar fjárveitingar til opin berra stofnana . Þó eru níu af hverj- um tíu krónum af opinberum rann sókna- fjárveitingum bein framlög til há skóla og stofnana . Landsfundur telur mikilvægt að auka verulega hlut sam keppnisfjár í opinberum rannsókna fjár veit ingum þannig að keppt sé um rann sókna fjár- veitingar samkvæmt mati á gæðum rann- sókna verkefna og væntingum um árangur og bestu verkefnin hverju sinni hljóti styrk . Tryggja þarf að samkeppnissjóðir séu nægil ega sterkir til að hafa það vogarafl sem til þarf . Þrátt fyrir að þetta væri gildandi stefna flokksins, og í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs, ákvað þáverandi mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, í byrjun árs 2007, að þrefalda framlög til rannsókna við HÍ, án þess að auka neitt framlög til samkeppnissjóða . Aukningin átti að nema meira en þreföldu því fjármagni sem helstu rannsóknasjóðirnir höfðu til umráða og því ljóst að þetta myndi veikja Óhætt er að segja að yfirlýst stefna ráðsins, þau tíu ár sem það hefur starfað, hafi alltaf falið í sér að samkeppnissjóðir, sem fjármagna rannsóknir, skyldu efldir til muna, á kostnað beinna fjárveitinga til háskóla . . . Þrátt fyrir þessa yfirlýstu stefnu hafa samkeppnissjóðirnir ekkert verið efldir, í samanburði við beinar fjárveitingar til háskólanna, öll þessi ár .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.