Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 60

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 60
 Þjóðmál VETUR 2013 59 notkunnar í lögum eða stjórnarskrá þar sem þjóð getur hvorki haft eignarréttindi í lagalegum skilningi, né átt eignir í rökréttri merkingu . Vanda skal orð Orð í stjórnarskrá eru dýr . Þau verður að velja af djúpri ígrundun og vand- aðri hugsun . Sé það ekki gert, getur óljóst orðalag skapað réttaróvissu með ófyrir- sjánlegum afleiðingum . Orð verða að vera skýr . Upphaflega var orðið „þjóðareign“ notað til að komast hjá óvinsælum orðum á borð við ríkiseign, þjóðnýting og opinber eign . Þjóðareignarhugtakið blekkir almenning og telur honum trú um að hann eignist eitthvað, sem ríkið eigi þá ekki . Þetta var andvana fætt því að frá upphafi var hugsun- in sú að ríkissjóður fengi allar tekjur af „þjóðareigninni“ en ekki umræddur eigandi „þjóðin“ . Meint eign, sem einhver annar fær allar tekjurnar af, er engin eign . Þetta liti skár út ef stofnaður hefði verið sjóður, sem allar tekjurnar rynnu í, og síðan væri úthlutað úr honum beint til eigendanna, kjósenda, hvers um sig persónulega . Það hefur hins vegar aldrei staðið til að standa þannig að verki þar sem markmiðið hefur ávallt verið að færa fjármagn til ríkisins með einhliða hætti og láta svo stjórnmálamönnum það eftir að úthluta því eftir pólitískum vindum á hverjum tíma . Talsmenn „þjóðareignar“ gáfust upp á að verja það að þjóðareign væri annað en ríkiseign og skilgreindu þjóðareign sem „ríkis eign sem hvorki má selja né veðsetja“ . Þar með voru þeir búnir að viðurkenna að „þjóðareign“ væri meiri ríkiseign en allar aðrar ríkiseignir, því þessi ríkiseign væri að eilífu óafturkræf og gæti aldrei ratað til landsmanna aftur . Auk þess átti að festa þessa skilyrðislausu og afdráttarlausu ríkiseign í stjórnarskrá Íslands . Hver er tilgangurinn? Með tillögum stjórnlagaráðs fylgdu skýringar um ýmis ákvæði stjórnar- skrárfrumvarpsins, m .a . þess sem laut að þjóðareign í 34 . gr . Í þessum skýringum er engin tilraun gerð til að rökstyðja hvers vegna binda eigi þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá . Helsta réttlætingin er sú að margar árangurslausar tillögur hafi verið gerðar í þessa veru s .l . 50 ár . Einnig eru nefnd nokkur einangruð dæmi þar sem ákveðnir hlutir eru nefndir þjóðareign í lögum . Það er reynt að sannfæra menn um að þetta sé hægt með því að benda á upphugsað fordæmi t .d . í lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum . Þá er vitnað í skoðanir ýmissa stjórnmálamanna, eins og þær komi málinu eitthvað við . Ekkert af þessu segir í raun hvers vegna berja eigi slíkt ákvæði inn í stjórnarskrána . Hvað sé fengið með því . Ýmsir telja það rök í málinu að mikill meiri hluti þjóðrinnar sé hlynntur svona stjórnarskrárákvæði . Jafnvel þótt svo væri segir það ekkert um tilganginn eða hvað gott kæmi út úr þessu ákvæðinu eða hvaða afleiðingar það hefði . Þó er ekki alveg rétt að ekkert sé minnst á tilgang ákvæðisins um „auðlindir landsins í þjóðareign“ .Ein aðalröksemdin er sögð sú að Orð í stjórnarskrá eru dýr . Þau verður að velja af djúpri ígrundun og vand- aðri hugsun . Sé það ekki gert, getur óljóst orðalag skapað réttaróvissu með ófyrir sjánlegum afleiðingum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.