Þjóðmál - 01.12.2013, Page 74

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 74
 Þjóðmál VETUR 2013 73 forseta Íslands vel fagnað af ráðamönnum í Beijing og hann gerist mikill tals maður þessa samstarfs . Þá var mikið um dýrðir við heimsókn forsætisráðherra Kína Wen Jiabo og 100 manna fylgdarliðs hans og gegnumbrotssiglingar hins mikla ísbrjóts þeirra, Xue Long, 2012 . Markmið Kínverja var að greiða aðgang að Norðurskautsráð inu og ljúka fríverslunarsamningi við Ís land . Ofurrisinn Kína og örríkið Ísland, sem að skilur hálf hnattlengd, urðu hið sér kenni- legasta fríverslunarsvæði og Jóhönnu Sig- urðar dóttur var veittur sá heiður að fagna undir ritun á Tiananmen-torgi vansællar minn ingar um mannréttindi . Ýfingar út af yfirgangi Kínverja vegna hinna japönsku Senkakueyja á Austur- Kína hafi fóru hættulega vaxandi í nóv- ember . Var tilefnið ögrandi útvíkkun kín - verska loftvarnasvæðisins, sem nær nú til þeirra eyja og hluta Suður-Kóreu, sem Economist segir að sé til allrar framtíðar stríðs ögrun („casus belli“) fyrir grannríkin . Ekki virðist að bandaríska varaforsetanum Biden hafi orðið ágengt í Beijing . Ágengni Kín verja á sér aðeins fordæmi í nútíman- um í yfir troðslu Sovétríkjanna eftir 1945 . Hern aðar veldið Kína sýnir að í heimi okkar árið 2013 hefur því miður ekkert breyst, þótt landleg uppivaðsla fái á sig nýja mynd . Deilur Kínverja kunna að leiða til átaka og færi svo illa yrði Evrópusvæði norður skautsins varla undanþegið árekstr- um, hvenær og hvernig sem það gæti orðið . Fyrir Kínverja er Ísland sagt hliðið að norð ur skautinu með yfirráðum á stórhöfn í Finna firði og flugvelli á Norðausturlandi til tengingar námarekstri á Grænlandi . Ís- lend ingar sjá ekki fremur en aðrir fyrir sér neina yfirvofandi árásarhættu af þessari starf semi . Hins vegar eru það augljósir þjóðar hagsmunir að hefta það að nokkur varan leg aðstaða kínverskra risafyrirtækja eða annara fjárfesta með ófyrirsjáanlegri eigin mannafls- og fjármagnsþörf, nái til þessa lands . Ekki verður séð að neitt jákvætt hvað Ís land snertir verði með tilkomu hinna ný stofn uðu samtaka, Artic Circle, undir forystu forseta Íslands og aðila frá Alaska . Hin mikla dagskrá risaráðstefnu í Hörpu 12 .–14 . október sl . hafði vafalaust eitthvað að geyma fyrir alla hina 1200 þátt tak- endur . Margt fróðlegt var á boð stól um eins og kynning Bremenports og EFLU- verk fræði stofu á fyrirhuguðum stór- fram kvæmd um í Finna firði . Í þrískiptri risahöfn er bryggjukant ur inn yfir 4 km og er sagt að þar með væri Rotterdam slegið við . Gert væri ráð fyrir m .a . 400 hektara geymslusvæði fyrir gáma og 70 hektara ruslahaug fyrir úr gang frá námum á Grænlandi, sem síðar kom í ljós að yrði geislavirkur . Það sem var merkilegt við Á form Kínverja um aðvinna sér aðstöðu á Íslandi er vafalaust hugsað sem lang tímaverkefni . Þeir hafa hins vegar talið að hefja bæri leikinn því að Ísland væri utan Evrópu sambandsins og í óskilgreindu sam bandi við Bandaríkin . . . Markmið Kínverja var að greiða aðgang að Norðurskautsráðinu og ljúka fríverslunarsamningi við Ísland . Ofurrisinn Kína og örríkið Ísland, sem að skilur hálf hnattlengd, urðu hið sér- kennilegasta fríverslunarsvæði .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.