Skólavarðan - 01.12.2012, Side 18

Skólavarðan - 01.12.2012, Side 18
18 Skólavarðan 2. tbl. 2012matstæki Greinandi próf í talna- og aðgerða- skilningi er matstæki sem Dóróþea G. Reimarsdóttir sérkennslufræðingur hannaði til að greina vanda þeirra nemenda sem slökustum árangri ná á samræmdu stærðfræðiprófi í 4. bekk. Það hentar einnig til að skoða stöðuna hjá yngri sem eldri nemendum. Þetta er einstaklingspróf sem hver og einn getur notað eins og honum þykir best henta því það er ekki staðlað. Mögulegt er að velja úr því nokkur viðfangsefni eða nota prófið í heild sinni, allt eftir því hvað þarf til að safna þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að átta sig á stöðu nemandans. Sá sem metur skoðar vinnubrögð nemandans, skilning hans og hvaða leiðir hann fer til að komast að niðurstöðu. Greinandi próf sem þetta miðar að söfnun upplýsinga sem nýtast við að skipuleggja áframhaldandi kennslu viðkomandi barns. Uppbygging Greinandi prófs í talna- og aðgerðaskilningi er í tveimur hlutum og lagt fyrir munnlega. Fyrri hlutinn metur nokkra undirþætti talna- og aðgerðaskilnings en síðari hlutinn aðgerðaskilninginn sérstaklega. Leitað var í smiðju erlendra fræðimanna um hvernig skilgreina mætti talna- og aðgerðaskilning. Á þeim grundvelli setti Dóróþea fram skilgreiningu sem fyrri hluti prófsins byggist á. Áfangamarkmið námskrár um talna- og aðgerðaskilning við lok 4. bekkjar voru flokkuð undir hvern lið skilgreiningarinnar og matsverkefnin samin út frá því. Undir hverjum lið eru nokkur verkefni sem eiga að varpa ljósi á þekkingu nemandans á viðkomandi sviði. Skipting fyrri hlutans í undirþætti er sem hér segir: 1. Skilningur á merkingu og stærð talna, t.d. röðun og fjölda. 2. Skilningur á fjölbreyttri og jafngildri samsetningu talna, t.d. að 70 er jafn mikið og 50+20 eða 2•35. 3. Skilningur á hlutfallslegri stærð talna, t.d. að talan 47 er stór miðað við 4 en lítil miðað við 1000 og u.þ.b. jafn stór og 50. 4. Skilningur á áhrifum aðgerða á tölur, t.d. hvaða aðgerð hentar best. 5. Tilfinning fyrir stærðum í umhverfinu, t.d. hvað metri er langur.. 6. Gott vald á útreikningum, t.d. aðferðum við hugarreikning og lausn dæma eins og 36 + 47. 7. Skilningur á tugakerfinu, t.d. leikni í að lesa úr tölum, skrá tölur og breyta úr einni einingu sætiskerfisins yfir í aðra. Síðari hluti prófsins inniheldur orðadæmi fyrir allar reikniaðgerðirnar af þremur þyngdarstigum fyrir hverja þeirra í samræmi við bandarískt flokkunarkerfi á þyngdarstigi verkefna innan reikni- aðgerðanna fjögurra; samlagningar, frádráttar, deilingar og margföldunar. Höfundar flokkunarkerfisins eru fræðimennirnir Carpenter, Fennema og Franke. Fyrst á að finna heildina (a * b = ___), næst að finna hvað breyttist (a * ____= c) og síðast upphafið (____* b = c). Niðurstöður Dóróþea hefur um árabil lagt mat á talna- og aðgerðaskilning nemenda á ýmsum aldri og lagt hugmyndir Greinandi prófs í talna- og aðgerðaskilningi til grundvallar. Reynslan sýnir að flest þau börn sem ná ekki tökum á stærðfræði hafa takmarkaða færni í meðferð talna. Að spila kasínu eflir rökhugsun og talnaskilningi. Greinandi próf í talna- og aðgerðaskilningi Þeim hættir til að ruglast í talnaröðinni, eiga erfitt með að telja aftur á bak, ráða illa við að telja á tugum og skilningur þeirra á tugakerfinu og sætiskerfinu er slakur. Einnig er hugtakaskilningur þeirra yfirleitt takmarkaður sem og vitund þeirra um lengd, þyngd, tíma og peninga. Mörg sitja föst í seinvirkum lausnaleiðum, til dæmis að telja á fingrum sér við samlagningu lágra talna. Ein virkasta leið til úrbóta hefur verið einfaldir lotubundnir heimapakkar sem foreldrar hafa unnið að með börnum sínum undir verkstjórn skóla. Spil hafa einnig reynst vel. Námskeið Greinandi próf í talna- og aðgerðaskilningi var lokaverkefni Dóróþeu til diplómaprófs í sérkennslufræðum. Það fæst einungis sem hluti af gögnum námskeiðs en nokkur slík hafa verið haldin á undanförnum árum. Núna standa yfir námskeið á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri og Skólaskrifstofu Austurlands og eru þau námskeið að hluta til fjarkennd. Á næstunni er stefnt að námskeiði á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands en fyrr á þessu ári voru tvö námskeið haldin þar. Dóróþea G. Reimarsdóttir M.Ed. í sérkennslufræðum. Verkefnisstjóri sérkennslu á eldra stigi Dalvíkurskóla. Texti: GG Myndir: Frá viðmælanda

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.