Skólavarðan - 01.12.2012, Page 20

Skólavarðan - 01.12.2012, Page 20
20 Skólavarðan 2. tbl. 2012málþing Samstarfsnefnd um símenntun og starfsþróun kennara boðaði til málþings í Bratta í október sl. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þingið og tilkynnti að ákveðið hefði verið að stofna fagráð um símenntun og starfsþróun kennara. Guðjón Bragason, Jón Torfi Jónasson og Elna Katrín Jónsdóttir tóku síðan til máls en aðalfyrirlesari var John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og forstöðumaður „Leadership for Learning“ netsins í Cambridge. Erindi hans hét „The Importance of Continuous Professional Development, some Alternative Routes“. Jón Torfi Jónasson setti málþingið og greindi frá stofnun fagráðsins en ákvörðun um stofnun þess var tekin í júní 2011. Kennarastéttin skipar lykilhlutverkið „Hlutverk kennarans er í brennidepli um allan heim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og vitnaði til alþjóðlegs samstarfs í því samhengi. Almennt væri samhljómur um að breyta menntakerfum og að bætt menntun væri lykill að því að leysa flókin samfélagsleg verkefni um allan heim á nýrri öld. Hún sagði að allir sem mynda skólasamfélagið legðu sitt af mörkum til að bæta skólastarfið en kennarastéttin skipaði lykilhlutverkið. Umhverfis væru svo allir hinir sem starfa innan skólanna. „Hæfni, áhugi og fagmennska skipta sköpum um nám og velferð nemenda. Við getum skrifað góðar námskrár, byggt byggingar, keypt fullkomnustu tölvur og tæki en ekkert kemur í stað góðra kennara.“ Katrín sagði að kennarar og skólastjórnendur væru fagstétt, væru sérfræðingarnir, hlutverk þeirra væri að hrinda nýrri skólastefnu í framkvæmd. Hún sagði það stefnu síns ráðuneytis að efla þátt símenntunar þannig að hún væri sterkur þáttur í ævilangri starfsmenntun kennara. Fagráðið er lýðræðislegur vettvangur Í máli ráðherra kom fram að símenntun kennara væri fjölbreytt og styrkt með margvíslegum hætti úr sjóðum ráðuneytisins, sveitarfélaganna og KÍ. Kerfið væri margslungið, ábyrgðin dreifð og erfitt að greina hvernig fjármagnið dreifðist. Þess vegna hefði verið ákveðið að stofan fagráð. Fagráðið yrði lýðræðislegt og tilgangur þess væri að gera starfsþróun kennara markvissa og árangursríka. Hún sagðist vilja forgangsraða þannig að fagráðið yrði heillaspor á þeirri vegferð að innleiða hugmyndir og starfs- aðferðir sem nýju námskrárnar gera ráð fyrir. Sérstaklega er fjallað um fagráðið og hlutverk þess á bls. 21 - 22 hér í Skólavörðunni. Veldur hver á heldur Elna Katrín Jónsdóttir rakti stuttlega aðkomu KÍ að símenntun kennara undanfarin ár. Þá vitnaði hún í skólastefnu KÍ fyrir árin 2011-2014 en þar segir m.a. að framboð á símenntun þurfi að vera nægilegt og í sífelldri þróun og að nýbreytni og þróunarstarf skuli meta jafngilt hefðbundinni símenntun. Þar segir ennfremur að kennarar og samtök þeirra þurfi að geta Texti: GG Málþing um símenntun kennara í Bratta Katrín Jakobsdóttir. Jón Torfi Jónasson. Elna Katrín Jónsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.