Skólavarðan - 01.12.2012, Qupperneq 32
32
Skólavarðan 2. tbl. 2012
Er nokkuð til sem er sameiginlegt tákn allra kennara? Nokkuð
sem allir kennarar snerta á hvar sem er, hvað sem þeir kenna?
Já, krít! En við erum löngu hætt að nota krít, fullyrða eflaust
margir. Hafa tússtöflur algerlega leyst gömlu krítartöflurnar
af hólmi eða þaðan af nútímalegri græjur eins og gagnvirkar
snertitöflur? Sé farið inn á heimasíðu þekkts tölvuumboðs
og smellt á skólaflipann blasir við eldgamaldags tafla á stærð
við iPad og krítarmoli! Jú, líklega situr kennarastéttin uppi
með gömlu góðu krítina sem tákn um sig og Krítin - spjall um
skólamál er heitið á metnaðarfullu veftímariti fyrir kennara
sem birtist í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Brautryðjendur
og ritstjórar Krítarinnar eru kennslufræðingarnir Edda
Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen.
Krítin er líflegur og nútímalegur vefur, með textum og
myndefni sem ætti að höfða til kennara, sannkallaður
suðupottur. Á forsíðu vefjarins er líf og fjör, myndir á
hreyfingu og nýjustu pistlar koma til lesandans, eldri
pistlar eru aðgengilegir á lista neðar á forsíðunni en þegar
valinn hefur verið pistill færist ró yfir vefinn. Efnið er hvort
tveggja frumsamið og þýtt, um einstök fög, kennslufræði
og skólabrag. Kennurum gefst kostur á að skrifa á vefinn
um efni sem brennur á þeim. Tekið er fram að höfundar
séu sjálfir ábyrgir orða sinna en ritstjórar hafa lokaorð um
hvað er birt. Einn flipinn ber heitið „Kennari mánaðarins“
en þar er kennari settur undir kastljósið og svarar nokkrum
spurningum um sig sjálfan, störf sín og viðhorf til starfsins.
Krítin er á Facebook og á marga aðdáendur þar. Aðspurðar
segjast þær Edda og Nanna vinna við vefinn í sjálfboðavinnu í
frístundum sínum.
Þögn um skólamál í fjölmiðlum
„Við stofnuðum Krítina vegna áhuga okkar á menntamálum
og vegna þess að við skynjuðum þörf fyrir vettvang þar
sem málefnum náms og kennslu er gert hátt undir höfði.
Að okkar mati fer umræða um skólamál of hljótt, hún er
ekki áberandi á opinberum vettvangi og það góða starf sem
unnið er í skólum er sjaldan til umfjöllunar í fjölmiðlum.
Það er helst þegar eitthvað bjátar á sem fjölmiðlar fjalla um
skólamál og þess á milli ríkir þögnin ein um starf skólanna.
Við lítum á kennarastarfið sem mjög mikilvægt starf og
Texti: GG
vefurinn
Krítin Áhugaverður vefur um skólamál