Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 16

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 16
16 17 mikinn velvilja í garð kirkjunnar hjá alþingsmönnunum í nefndinni sem og vilja þeirra til að standa við gerða samninga og lög er varða kirkjuna. Því miður hefur það ekki verið svo hin síðustu ár enda er fjárhagsstaða hinna 270 sókna landsins komin niður fyrir þolmörk og Þjóðkirkjan á í vanda við að standa við þjónustuskyldur sínar við þjóðina. Þrátt fyrir ýmislegt sem haldið er fram um áhugaleysi fólks gagnvart kirkjunni er ljóst að almenningur í þessu landi er því fylgjandi að erindi kirkjunnar haldi áfram að heyast og boðskapurinn haldi áfram að lifa. Nýjasta dæmið er þegar fréttir bárust af því að fella ætti úr dagskrá ríkisútvarpsins daglegar bænir. Morgunbænir hafa verið í útvarpi allra landsmanna nánast frá byrjun sem og guðsþjónustur á sunnudögum. Kvöldbænirnar hafa hljómað frá gosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 og var það dyggur hlustandi útvarpsins sem fór fram á það í fyrstu að farið væri að ákalla Guð í bæn þegar allar bjargir voru bannaðar og höfnin að lokast. Með hjálp góðra manna var orðið við þessari bón og var sá háttur hafður á næstu 40 árin. Þá var tilefnið gleymt og þörfin farin að mati ráðamanna. Við þetta vildu margir ekki una og var þessu mótmælt harðlega eins og kunnugt er. Af þessu tilefni sendi ég út tilkynningar tvær og hljóðar hin síðari svona: „Eitt af hlutverkum þjóðkirkjunnar er að standa vörð um kristinn boðskap og gildi í þjóðfélaginu. Það er ekki hlutverk hennar að setja saman dagskrá Ríkisútvarpsins þótt útvarpið og kirkjan eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmd nokkurra dagskrárliða, s.s. útvarpsguðsþjónustu, Morgunbænar, Morgunandaktar og Orðs kvöldsins. Í umræðum um breytingar á dagskrá Rásar 1 áttum við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri samskipti um hvernig breytingarnar snertu áðurnefnda dagskrárliði. Í samtölum okkar kom ég því á framfæri að mér þætti það miður að ekki væri rými í nýrri dagskrá fyrir bæði Orð kvöldsins og morgunbæn á þeim tímum sem þessir liðir hafa verið. Samkvæmt mínum skilningi er það í takt við hrynjandi dagsins, árstíðanna og lífsins, að hafa bæn í upphafi og lok dags. Það er mikilvægt að bænarorðin hljómi í almannarýminu og þar gegnir Ríkisútvarpið leiðandi hlutverki. Ég vil með þessum orðum hvetja útvarpsstjóra til að leita allra leiða til að skapa rými í dagskrá Rásar 1 fyrir kvöldbæn. Þetta hitamál í kringum bænamálið í ríkisútvarpinu sýnir að fólki er ekki sama og e.t.v. er sumum ofboðið hvernig reynt er að koma í veg fyrir að trúarboðskapur og bænamál heyrist í þjóðfélagi okkar. Fyrir nokkrum dögum voru kynntar tölur frá þjóðskrá, m.a. um útsagnir úr Þjóðkirkjunni fyrri helming þessa árs. Nokkrum dögum síðar voru kynntar tölur um flutning fólks til landsins og frá landinu. Í ljós kom að fleiri fluttu frá landinu en til þess á ákveðnu tímabili. Á bak við tölur eru staðreyndir sem ekki eru tilteknar þegar tölur eru birtar. Gæti það verið að hluti af skýringunni á því að fólk segir sig úr kirkjunni sé sú að fólk flytur úr landi. Þar með fer það sjálfkrafa úr þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan hefur ekki staðið sig vel í því að halda til haga ýmsum tölulegum staðreyndum. Það er eitt að því sem þarf að gera til að geta greint stöðuna og metið aðstæðurnar. Tölulegar staðreyndir hjálpa okkur líka til að bæta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.