Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 33
33
vefja kirkjunnar til upplýsingamiðlunar og samskipta eykst stöðugt. Þjónustuvefur
kirkjunnar gegnir æ mikilvægara hlutverki og sem dæmi má nefna að allflestar sóknir
sækja nú um rafrænt í Jöfnunarsjóð sókna. Innleidd var ný kerfishögun á Biskupsstofu
og samið við Nýherja um hýsingu og þjónustu við kerfið. Unnið hefur verið að þróun
þjónustuvefs kirkjunnar m.a. að hverfa að mestu leyti frá pappírsskjölum á kirkjuþingi yfir
í rafræna birtingu.
Stofnanir o.fl. verkefni
Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar og er vísað þangað til nánari
greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða
sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á.
Skálholt
Um Skálholt og Skálholtsskóla gilda lög nr. 32/1963 um heimild handa ríkisstjórninni til
þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað og lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993.
Biskup Íslands og kirkjuráð hafa forræði um framkvæmdir í Skálholti og starfrækslu
Skálholtsstaðar. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður hafa verið rekin sem ein rekstrareining
síðastliðin ár. Samkvæmt samþykkt kirkjuráðs frá 2012 og starfsreglum um vígslubiskupa
ábyrgist vígslubiskup í umboði kirkjuráðs rekstur og starfsemi í Skálholti á grundvelli
samþykktrar fjárhagsáætlunar og hefur almennt fyrirsvar vegna Skálholts. Jafnframt er
stjórnun Skálholtsskóla í höndum vígslubiskups Skálholtsumdæmis fyrir hönd kirkjuráðs.
- Ábúð í Skálholti
Um síðustu áramót sögðu ábúendur jarðarinnar þau Signý Berglind Guðmundsdóttir
og Guttormur Bjarnason upp byggingarbréfi sínu fyrir jörðina eftir rúmlega 20 ára
ábúð. Kirkjuráð ákvað að áfram skyldi stundaður búskapur í Skálholti og var gerður
ábúðarsamningur við hjónin Ásgeir Ásgeirsson og Jónu Þormóðsdóttur um ábúð til fimm
ára, frá 15. júní 2014.
- Leiga á gisti- og veitingarekstri í Skálholti.
Kirkjuráð hefur haft málefni Skálholts til skoðunar undanfarin fjögur ár, einkum vegna
viðvarandi rekstrarhalla þar og hefur m.a. verið rætt um gisti- og veitingareksturinn í
Skálholtsskóla. Kirkjuþing 2013 hvatti til þess „að fundnar verði nýjar leiðir varðandi
rekstur staðarins.“ Einnig kom fram í nefndaráliti fjárhagsnefndar þingsins að „áfram
verði leitað leiða til að styrkja fjárhagsgrundvöll Skálholts meðal annars með útleigu á gisti-
og veitingarekstri, þar sem ákveðin tímabil eru ætluð til kirkjustarfs.“ Í ljósi þessa ákvað
kirkjuráð að auglýsa eftir tilboðum í leigu á gisti- og veitingaþjónustu í Skálholtsskóla.
Ákveðið var fá aðstoð Ríkiskaupa við að auglýsa eftir tilboðum og fara yfir þau ásamt
framkvæmdastjóra. Þar sem kirkjan er ekki útboðsskyld samkvæmt opinberum reglum, að
mati Ríkiskaupa, þurfti ekki að fara í almennt útboð og hafði kirkjuráð því frjálsari hendur
til að stjórna málinu en ella. Fimm gild tilboð bárust. Þegar kom að samningsgerðinni
ákvað Ríkiskaup að aðstoð þeirra væri lokið enda hafði komið upp ágreiningur um fresti
vegna tilboðanna. Eftir viðtöl við tvo tilboðsgjafa sem komu til greina var ákveðið að
taka tilboði Óla Jóns Ólasonar, hótelstjóra á Hvolsvelli, og var framkvæmdastjóra falið að