Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 48

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 48
48 49 1. mál Fskj. B Minnisblað um fund biskups Íslands og fulltrúa þjóðkirkjunnar með fjármála- og efnahagsráðherra Fimmtudaginn 5. september 2013 kl. 15 var haldinn fundur biskups Íslands og fulltrúa þjóðkirkjunnar með fjármála- og efnahagsráðherra. Fundurinn fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Arnarhvoli. F.h. þjóðkirkjunnar mættu á fundinn biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, kirkjuþings- og kirkjuráðsmaðurinn sr. Gísli Gunnarsson og framkvæmdastjóri kirkjuráðs, Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur. Fjármála – og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, sat fundinn ásamt Nökkva Bragasyni, skrifstofustjóra á skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fundurinn var haldinn til að kynna og ræða við fjármála- og efnahagsráðherra um helstu meginatriði samkomulags ríkis og kirkju um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá 1997 og þær skerðingar á umsömdu endurgjaldi sem kirkjan hefur samþykkt að taka á sig árlega frá og með árinu 2010. Einnig til að kynna og ræða helstu meginatriði um sóknargjöld og eðli þeirra svo og þær skerðingar sem orðið hafa á þeim árlega frá árinu 2009. Biskup afhenti ráðherra minnisblað um helstu atriði varðandi fjármál ríkis og kirkju og skerðingar á framlögum til kirkjunnar frá hruninu árið2008. Fulltrúar þjóðkirkjunnar fóru yfir meginatriði kirkjujarðasamkomulags ríkis og kirkju frá árinu 1997 einkum það að samningurinn felur í sér afhendingu kirkjujarða til ríkisins til fullrar eignar og umráða. Á móti kemur skuldbinding ríkisins gagnvart þjóðkirkjunni um að inna af hendi endurgjald fyrir hin afhentu verðmæti. Endurgjald ríkisins felst í árlegri greiðslu tiltekins fjölda prestsembætta. Fulltrúar kirkjunnar bentu á, að þrátt fyrir að um skuldbindandi samning kirkju og ríkis sé að ræða en ekki einhliða ákvörðun löggjafarvaldsins um fjárheimildir í fjárlögum, hafi kirkjan fallist á að gera viðaukasamning við ríkið árlega í fjögur ár, fyrst fyrir árið 2010 og síðan árlega frá þeim tíma. Kirkjan hafi að sjálfsögðu viljað axla ábyrgð og taka að sínu leyti þátt í að skera niður útgjöld hins opinbera eftir hrun efnahagskerfisins 2008. Kirkjuþing þjóðkirkjunnar hefur þannig fjórum sinnum samþykkt viðauka við kirkjujarðasamkomulagið; viðauka sem gildir í eitt ár í senn. Síðast hafi kirkjuþing 2012 samþykkt tímabundinn viðauka sem gildi fyrir árið 2013. Staðan í dag sé sú að ríkið kirkjunni greiði 109 prestsembætti en samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu beri ríkinu að greiða kirkjunni 138 embætti. Þetta þýði að kirkjan hefur þurft að fækka prestsembættum og bera að auki kostnað við niðurskurðinn sjálf. Þetta hafi að hluta til verið fjármagnað með sölu fasteigna en slíkt geti ekki gengið til lengdar. Nú sé svo komið að ekki sé víst að kirkjuþing samþykki viðaukasamning enn einu sinni, verði eftir því leitað, einkum og sér í lagi með hliðsjón af einhliða og árlegri lækkun sóknargjalda frá árinu 2009, sem er meiri en sanngjarnt og eðlilegt geti talist. Þá ræddu fulltrúar kirkjunnar eðli sóknargjalda þ.e. að þau séu félagsgjald frjálsra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, en ekki einhliða framlag ríkissjóðs eins og stundum hefur verið haldið fram af hálfu fulltrúa ríkisins. Ríkisvaldið hafi tekið að sér að innheimta félagsgjöldin fyrir trúfélögin árið 1987
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.