Félagsbréf - 01.03.1962, Page 31

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 31
TÓMAS GUÐMUNDSSON: SKÁLDIÐ HANNES HAFSTEIN Erindi flutt á aldarhátíð 3. des. 1961 Á aldarafinæli Hannesar Hafsteins minnast íslendingar eins mikil- hæfasta stjórnmálaforingja, sem þeir hafa átt, og víst mundum vér hugsa til hans með virðingu og þökk, þó að engum öðrum afrekum frá hans hendi væri til að dreifa. En svo sjaldgæflega vill til, að á þessu sama aldarafrriæli mundi þjóðin öll halda minningu Hannesar Hafsteins á loft sem eins af höfuðskáldum sínum, jafnvel þó að hann hefði aldrei látið til sín taka á sviði stjórnmála. Á tvennum vettvangi verður nafn hans um aldir tengt þáttaskilum í þjóðarsögunni, og tvímælalaust mundu þeir hvor um sig, sljórnmálamaðurinn og skáldið, reynast einfærir þess að sjá orðstír sínum borgið. Samt er því svo varið, að í æfi Hannesar Hafsteins liggja leiðir beggja mjög saman, og þó með minnistæð- ustum hætti á einn veg: Hann varð sjálfur glæsilegasti forvígis- maður þeirrar endurreisnar, sem Ijóð hans boðuðu, lifði til þess að gera skáldskap sinn að veruleika. I Segja má, að það sé æfintýri líkast, hvernig hið kornunga skáld, Hannes Hafstein, kemur fyrst inn í hókmenntirnar. Hann er rúmlega þrítugur, þegar ljóðmæli hans eru fyrst gefin út, en þá hafa þau reyndar velflest verið á hvers manns vörum í allt að áratug. „Ef maður vissi ekki,“ segir Ólafur Davíðsson í Sunnanfara 1894, „að Hannes hefir ort talsvert af kvæðum fyrir 1880, sem ekki eru tekin upp í bókina og talsverður ungærisbragur mun vera að,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.