Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 18

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 18
80 Jakob Benediktsson tvennu í framkvæmd þurfti framar öllu pólitíska vakningu þjóðarinnar. l’essi munur á forsendum kemur þegar fram í fyrstu grein Jóns Sigurðssonar um Alþingi í fyrsta árgangi Nýrra l'élagsrita. V Fjölnir kom ekki út vorið 1840, og var þá um sumarið rætt um að stofna í Kaupmannahöfn nýtt og stærra félag til að halda honum áfram, en eftir allmikiö þóf klofnuðu samtökin, — aöal- lega út af Fjölnisnafninu, sem Jón Sigurösson og fleiri vildu leggja niSur, — og urðu úr tvö félög, annað sem síðar hélt áfram Fjölni og hitt sem hóf útgáfu Nýrra Félagsrita undir forustu Jóns Sigurössonar. Fjölni var þó ekki haldið áfram fyrr en 1843, en vorið 1841 gáfu Fjölnismenn og margir úr hinu félaginu út Þrjár ritgerðir Tómasar Sæmundssonar, þar sem í var Alþingisritgerð hans sem áður var á minnzt. í fyrsta árgangi Nýrra félagsrita, sem kom út samtímis, birti Jón Sigurðsson fyrstu stjórnmálaritgerð sína um hið nýja Alþingi. í inngangi ritgerðarinnar lýsir Jón afdráttarlaust þeirri skoðun sinni, að þingbundin konungsstjórn sé hið heppilegasta stjórnarfyrir- komulag, og er hér í fyrsta sinni í íslenzku riti tekin ákveðin afstaða gegn einveldinu. Hins vegar var Jóni ljóst að ekki myndi hlýða að koma með beinar tillögur í þá átt um hið fyrirhugaða þing Islendinga, heldur snýst ritgerð hans um nauðsyn þess að Island fái ráðgjafarþing, og að það sé gert þannig úr garði að íslandi megi sem mest gagn að verða. Jón bendir á það að þótt konungur sé einvaldur sem áður, muni ráðgjafarþing veita íslendingum þá æfingu á meðferð stjórnmála, að þeir vcrði færir um að taka við mestum hluta stjórnarinnar er fram líði stundir. Fetta sýnir ótvírætt, að honum hefur þegar verið ljóst að hverju marki skyldi stefnt, sem sé því að fá stjórnina inn í landið, og að ráðgjafarþingið var fyrsta skrefið í þá átt og gat orðið öflugt vopn í þeirri baráttu sem í hönd fór. Með því að fylgja því fast fram að þingið skyldi háð í Reykjavík gekk Jón í berhögg við Fjölnismenn, og sýndi þar sem oftar að hann lét ekki rómantískar tilfinningar sitja í fyrirrúmi fyrir pólitískum veru- leika og hagsýni. Meðal annars bendir hann á nauðsyn þess að skapa íslenzkan höfuðstað sem orðið geti miðdepill íslenzkrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.